Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

14. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 13. desember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 14. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Sigfússon, Magnea Eyvinds og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Félagi skólastjóra og Kristín Jónasdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Lögð fram til kynningar skýrsla Viktors Guðlaugssonar um sérskóla.
Einnig lagt fram minnisblað frá fræðslustjóra með helstu niðurstöðum skýrslunnar.
Skýrsla Viktors verður send Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

2. Lagt fram til kynningar yfirlit í sjö liðum frá fræðslustjóra vegna átaks í kennslu náttúrufræðigreina. Fræðslustjóri gerði grein fyrir öllum þáttum yfirlitsins sem tekur m.a. til símenntunar, ráðgjafar, tilraunastarfs, úrvinnslu gagna, námsefnisgerðar og mats á framkvæmd.

3. Lögð fram til kynningar fundaáætlun fræðsluráðs til loka skólaárs.

4. Fyrirkomulag Nýsköpunarkeppni grunnskóla kynnt, en framkvæmd hennar er nú í höndum Kennaraháskóla Íslands.

5. Greint frá útkomu handbókar um starfskynningu í skólum, „Skóli atvinnulífsins“.

6. Lagður fram listi yfir fimm skóla sem sækja um starfsleikninám vegna skólaársins 1997 – 1998.
Ákvörðun um val á skóla frestað.

7. Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Árbæjarskóla, dags. 12.12.1996, um skipan skólamála í Árbæjarhverfi.
Vísað til bygginganefndar skóla og leikskóla.

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Magnea Eyvinds
Svanhildur Kaaber