Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2009, miðvikudaginn 25. mars kl. 14.00 var haldinn 54. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Fanný Gunnarsdóttir, Helga Kristín Auðunsdóttir, Zakaria Elias Anbari, Oddný Sturludóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sátu fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Anna Hansson, varaáheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Auður Jónsdóttir, Kolbrún Vigfúsdóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Laura Bergs.

Þetta gerðist:

Formaður bauð velkominn nýjan varaáheyrnarfulltrúa samtakanna Börnin okkar, Önnu Hansson, sem nú sat sinn fyrsta fund í leikskólaráði.

1. Sæunn Elfa Pedersen, leikskólastjóri í Jörfa kynnti þróunarverkefnið Tilfinningatjáning – Lífsleikni sem unnið var í leikskólanum 2004 – 2007.
Bókun leikskólaráðs:
Leikskólaráð þakkar Sæunni Elfu fyrir afar áhugaverða kynningu og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum.

2. Embættisafgreiðslur leikskólaráðs, eitt mál. Ekki voru gerðar athugasemdir við afgreiðsluna.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Í samræmi við markmið starfsáætlunar leikskólasviðs 2009 og ný lög um leikskóla leggur leikskólaráð til að sviðsstjóra leikskólasviðs verði falið að vinna að undirbúningi tilraunaverkefnis til eins árs sem felur í sér samrekstur tveggja leikskóla undir stjórn eins leikskólastjóra. Markmið með samrekstri leikskóla er að auka gæði leikskólastarfs og nýtingu fjármagns. Gert er ráð fyrir að aðstoðarleikskólastjórar verði áfram í hvorum skóla fyrir sig. Áfangaskýrsla verði kynnt eftir 6 mánuði og vorið 2010 verði tilraunaverkefnið metið. Mat á verkefninu mun fela í sér athugun á áhrifum sameiginlegs rekstrar á gæði leikskólastarfs, nýtingu fjármagns, viðhorf foreldra og viðhorf starfsmanna.
Samþykkt samhljóða.

- Kl. 15.00 vék Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir af fundi.

4. Ársuppgjör leikskólasviðs 2008. Kristín Egilsdóttir fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu.

5. Drög að skýrslu starfshóps um framtíð gæsluleikvalla lögð fram til kynningar.
Helga Kristín Auðunsdóttir, formaður starfshópsins gerði grein fyrir vinnu hópsins.

6. Lögð fram fundargerð Brúar – samráðvettvangs um skólamál – frá 12. mars sl.

7. Sviðsstjóri fór yfir starfsmannamál í ljósi nýliðins atburðar.

- Kl. 15.50 vék Helga Kristín Auðunsdóttir af fundi.

8. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Leikskólaráð samþykki að fela sviðsstjóra að vinna í samstarfi við fræðslustjóra að heildstæðri áætlun um hvernig ráðgjafarþætti leik- og grunnskóla borgarinnar verði háttað. Nauðsynlegt er að formgera ráðgjafarhlutverk þeirra skóla sem búa yfir dýrmætri sérþekkingu á börnum með sérþarfir til þess að sem flestir geti notið hennar.
Afgreiðslu tillögunnar frestað.

9. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Leikskólaráð samþykki að skipa starfshóp með fulltrúum leikskólasviðs og menntasviðs sem móti gæðastefnu um hljóðvist í skólum borgarinnar. Hópurinn vinni náið með sérfræðingum Framkvæmda- og eignasviðs og kalli til aðra sérfræðinga eftir því sem þurfa þykir. Hópurinn leiti eftir samstarfi við umhverfisráðuneyti, sér í lagi með endurskoðun reglugerðar í huga en reglugerð um hljóðvist er rúmlega 10 ára gömul.
Greinargerð fylgir.
Afgreiðslu tillögunnar frestað.

10. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Leikskólaráð samþykki að kjörnir fulltrúar í leikskólaráði hafi seturétt á fundum sviðsstjóra með leikskólastjórum. Þar fer fram lifandi umræða um leikskólamál og þau málefni líðandi stundar sem ráðsmönnum ber skylda til að vera vel heima í. Því er mikilvægt að kjörnir fulltrúar hafi aðgang að þeim faglega vettvangi.

Afgreiðslu tillögunnar frestað.

Fundi slitið kl. 16.10

Fanný Gunnarsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Zakaria Elias Anbari Hermann Valsson
Oddný Sturludóttir