No translated content text
Skóla- og frístundaráð
20. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1997, mánudaginn 17. mars, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 20. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Kristín Dýrfjörð og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Kristín Jónasdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu sem ritaði fundargerð.
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 13. mars s.l., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.
2. Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuhóps um tengsl skóla og menningarstofnana. Fræðslustjóri kynnti innihald skýrslunnar en hún verður rædd nánar í ráðinu síðar.
3. Rætt um tengsl grunnskóla og framhaldsskóla. Fræðslustjóri fór yfir helstu þætti er varða tengsl grunnskóla og framhaldsskóla.
4. Lagt fram til kynningar rit með lýsingum á þróunarverkefnum, sem hlutu styrki úr Þróunarsjóði grunnskóla á vegum menntamálaráðuneytisins, skólaárið 1995 – 1996. Auk þess lagt fram yfirlit yfir styrki sem veittir voru skólum í Reykjavík það skólaár.
5. Lagt fram til kynningar vinnuplagg starfshóps um 6 - 7 stunda vinnudag grunnskólanemenda eftir einsetningu og lengdan skóladag. Fræðslustjóri gerði grein fyrir starfi starfshópsins til þessa dags. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 13.55
Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Kristín Dýrfjörð
Svanhildur Kaaber