Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

24. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 28. apríl, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 24. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Rætt um búnað skóla og viðhaldsáætlun. Sighvatur Arnarson, byggingardeild borgarverkfræðings, og Júlíus Sigurbjörnsson, Fræðslumiðstöð, sátu fyrir svörum fræðsluráðs.

2. Kynntar áætlanir um skólahald næsta skólaár. Lagt fram og kynnt: a) yfirlit yfir nemendafjölda og fjölda bekkjardeilda í grunnskólum borgarinnar 1991 til 1998; b) yfirlit yfir vikulegan kennslustundafjölda og kostnað við kennslu skólaárið 1997-1998; c) Sérkennsluáætlun 1997-1998. Lögð fram eftirfarandi bókun: Úthlutun kennslukvóta fyrir skólaárið 1997/98 byggir á fjölda barna með lögheimili í Reykjavík samkvæmt þeirri skráningu sem skólarnir hafa sent Fræðslumiðstöð. Við úthlutun var eftirfarandi haft að leiðarljósi: a) Gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi nemenda í 1. – 3. bekk verði 24 nemendur, þ.e. bekkjardeild verði skipt við 25. nemanda. b) Bætt er við viðbótarstundum í 1.-3. bekk, þannig að ein stund komi fyrir hvern nemanda umfram 16. c) Vikulegum kennslustundum í 4. og 5. bekk fjölgar um eina í hvorum bekk, þannig verði vikulegar stundir í 4. bekk 29 og 31 í 5. bekk (sbr. Starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar 1997). Ítrekað skal að hér er um fyrstu drög að úthlutun á kennslukvótum að ræða en stefnt er að endanlegri afgreiðslu í lok maí. Litið er á þessa aðferð við úthlutun kennslukvóta sem mikilvægt skref til sjálfstæðis skóla. Nú er komið er til móts við þarfir nemenda í skólum með þrennum hætti: · Með viðbótarstundum (skiptistundum). · Með fjölgun stuðningsfulltrúa í 1.-3. bekk. · Með sérkennslukvóta.

3. Lögð fram að nýju markmið Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti markmið Fræðslumiðstöðvar fyrir árið 1997.

4. Lagt fram svar Fræðslumiðstöðvar við fyrirspurnum Svanhildar Kaaber frá 7. og 14. apríl sl. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir gerði grein fyrir svörunum.

5. Lagt fram svar Fræðslumiðstöðvar við fyrirspurn formanns frá 17. febrúar og 14. apríl s.l.um skólareglur og brottvísanir. Arthur Morthens gerði grein fyrir svarinu.

6. Lagðar fram að nýju viðmiðunarreglur Fræðslumiðstöðvar um launalaus leyfi kennara og skólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf kennara í Árbæjarskóla, dags. 17. apríl 1997, þar sem lýst er stuðningi við byggingu nýs skóla í Árbæjarhverfi. Vísað til bygginganefndar skóla og leikskóla.

8. Lagt fram bréf frá kennararáði og trúnaðarmönnum í Vogaskóla. Vísað til meðferðar fræðslustjóra.

9. Fræðslustjóri gerði grein fyrir fjölda umsókna um stöður kennsluráðgjafa í náttúrufræðigreinum og almenns kennsluráðgjafa við Fræðslumiðstöð.

10. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslur kennaramála, dagsett 28. apríl 1997.

11. Arthur Morthens gerði grein fyrir fjölda umsækjenda um endurmenntunar-námskeið Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Kennaraháskóla Íslands ætluðum kennurum í Reykjavík. Um 800 umsóknir liggja fyrir um þessi námskeið þar af þriðjungur frá kennurum utan Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Svanhildur Kaaber