Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

25. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 5. maí, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Skúlatúni 2 og var þetta 25. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Hulda Ólafsdóttir og Kristín Dýrfjörð. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Pálmi Kristinsson, Rúnar Gunnarsson og Sighvatur Arnarsson frá byggingardeild borgarverkfræðings. Einnig sátu fundinn Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs, og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram til kynningar bréf borgarritara, dags. 23. apríl sl., vegna bókunar borgarráðs um samning um rekstur sérskóla og sérdeilda.

2. Lagt fram til kynningar bréf fræðslustjóra, dags. 29. apríl s.l., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

3. Lögð fram Fimm ára áætlun um einsetningu grunnskóla Reykjavíkur. Rúnar Gunnarsson og Guðmundur Pálmi Kristinsson kynntu áætlunina. Frestað.

Guðmundur Pálmi Kristinsson, Rúnar Gunnarsson og Sighvatur Arnarsson viku af fundi að loknum þessum lið.

4. Lögð fram tillaga úthlutunarnefndar um styrkveitingar úr ferðasjóði kennara. Samþykkt.

5. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslur kennaramála, dagsett 5. maí 1997.

6. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Huldu Ólafsdóttur: Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 1997 tillögu um aðbúnað í skólum. Í tillögunni sem er í fjórum liðum segir meðal annars: “Við útboð og val á búnaði í grunnskólum verði eftirfarandi haft að leiðarljósi: 1. Að búnaður hæfi stærð barnanna, þannig að annað hvort verði boðið upp á fjölbreytt úrval af mismunandi hæðum eða að búnaður sé stillanlegur til að fyrirbyggja góða og fjölbreytta líkamsbeitingu …. 4. Leitast verði við að velja íslenskt. Samþykktin var rædd í fræðsluráði 28. apríl sl., í framhaldi af ofangreindu legg ég fram eftirfarandi fyrirspurn. 1. Hvernig hyggst Fræðslumiðstöð standa að framkvæmd samþykktarinnar? 2. Hversu miklum viðbótarkostnaði má búast við vegna a) fjölbreyttari eða stillanlegum búnaði í almennum skólastofum og verkmenntastofum? b) að velja íslenskt umfram erlent?

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Kristín Dýrfjörð