No translated content text
Skóla- og frístundaráð
Leikskólaráð
Ár 2009, 26. febrúar kl. 14:30 var haldinn 52. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Fanný Gunnarsdóttir,
Einar Örn Ægisson, Helga Kristín Auðunsdóttir, Oddný Sturludóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sátu fundinn Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi F- lista, Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Hrönn Harðardóttir, varaáheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Kolbrún Vigfúsdóttir, Ingunn Gísladóttir og Kristín Egilsdóttir. Fundargerð ritaði Laura Bergs.
Þetta gerðist:
1. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri og Íris Björg Kristjánsdóttir, verkefnastjóri á mannréttindaskrifstofu kynntu drög að stefnumótun og aðgerðaráætlun í innflytjendamálum.
2. Af hverju hættir starfsfólkið í leikskólunum? – Samkeppnisstaða leikskóla á vinnumarkaði. Tómas Bjarnason frá Capacent kynnti rannsókn sína.
3. Lagt fram minnisblað mannauðsráðgjafa á Leikskólasviði um Evrópusamstarfsverkefnið ASSIST sem Leikskólasvið tekur þátt í. Skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu gerði nánar grein fyrir verkefninu.
4. Svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar frá fundi leikskólaráðs 15. desember sl.
Frestað.
5. Innheimtuferli vegna vangreiddra leikskólagjalda lagt fram til kynningar.
Fjármálastjóri gerði nánar grein fyrir málinu.
6. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 12. febrúar sl. þar sem greint er frá því hverjir skipi vinnuhóp sem mun móta nýja menntastefnu fyrir Reykjavík.
7. Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Skólafólk í Norðlingaholti hefur útfært hugmyndir um samstarf leikskóla og grunnskóla við Norðlingaskóla þar sem hægt væri að taka við allt að 30 börnum á leikskólaaldri. Vegna góðrar stöðu starfsmannamála í Norðlingaskóla myndi ekki leiða af þessu nema óverulegur rekstrarkostnaður. Þó þyrfti að koma fyrir færanlegum kennslustofum til að auka við húsnæði Norðlingaskóla. Nú um mundir eru á milli 60-70 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Norðlingaholti.
a) Á hverju strandar framkvæmd málsins?
b) Ef áhugi er fyrir hendi, hvenær væri hægt að taka við fyrstu börnum?
8. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú liggur fyrir að fjárhagsáætlun verði endurskoðuð í mars n.k. Hvernig miðar þeirri vinnu á Leikskólasviði? Hvernig sér meirihluti leikskólaráðs fyrir sér aðkomu minnihluta að þeirri vinnu?
Fundi slitið kl. 16:30
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Fanný Gunnarsdóttir Einar Örn Ægisson
Helga Kristín Auðunsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Hermann Valsson Oddný Sturludóttir