Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

28. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 26. maí, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 28. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Inga Jóna Þórðardóttir, Kristín Dýrfjörð og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Einar Magnússon frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Lagðar fram umsóknir um almenna styrki fræðsluráðs. Foreldrafélag misþroska barna 150 þús. Réttarholtsskóli v. þátttöku í norrænu skákmóti grunnskólanema 100 þús Samþykkt. Formaður bókaði eftirfarandi: Fræðsluráð lítur svo á að til framtíðar sé eðlilegra að félagsmálaráð afgreiði umsóknir Foreldrafélags misþroska barna.

Tónskóli Guðmundar Do Re Mi Frestað og vísað til Fræðslumiðstöðvar að taka saman heildaryfirlit yfir stöðu tónlistarskóla.

2. Jónmundur Guðmarsson frá menntamálaráðuneytinu gerði grein fyrir stöðu mála við endurskoðun aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla.

3. Lagðar fram eftirfarandi umsóknir um styrki til einkaskóla: Waldorfskólinn í Lækjarbotnum Waldorfskólinn að Grundarstíg 19 Formaður óskaði eftirfarandi bókað: Fræðsluráð samþykkir að Waldorfskólarnir að Grundarstíg 19 og Lækjarbotnum fái rekstarstyrki skólaárið 1997 – 1998 í samræmi við samþykkt fræðsluráðs frá 14. apríl 1997 enda sýni þeir fram á að skólahaldið sé í samræmi við grunnskólalög og aðrar stjórnvaldsákvarðanir. Óskað verði eftir upplýsingum frá Kópavogskaupstað varðandi skólahald í Lækjarbotnum.

4. Lagt fram bréf Handavinnukennarafélags Íslands, dags. 16. maí sl., varðandi styrkveitingar úr ferðasjóði grunnskólakennara.

5. Lagt fram til kynningar skóladagatal Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir skólaárið 1996 – 1997.

6. Einar Magnússon skólastjóri Hagaskóla gerði grein fyrir skólareglum skólans. Í framhaldi af kynningu Einars var því vísað til Fræðslumiðstöðvar að grafast fyrir um afdrif þeirra barna sem annað hvort er vísað úr skóla eða koma ekki fram í þeim skóla sem þau eru skráð í.

7. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir erindi sem borist hafa fræðsluráði í febrúar til apríl 1997.

8. Lagt fram svar við fyrirspurn Huldu Ólafsdóttur frá 5. maí sl., varðandi framkvæmd samþykktar fræðsluráðs um val á búnaði til skóla frá 17. febrúar sl.

9. Lagt fram svar við fyrirspurn Árna Sigfússonar frá 22. maí sl., varðandi árangur einstakra skóla í Reykjavík á samræmdum prófum.

10. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslur kennaramála, dagsett 26. maí 1997.

11. Lögð fram tillaga Fræðslumiðstöðvar um að fastráða Bergsvein Auðunsson í stöðu skólastjóra Vogaskóla. Samþykkt.

12. Lögð fram tillaga Fræðslumiðstöðvar um að veita Sesselju Snævarr, aðstoðarskólastjóra Ártúnsskóla leyfi í 50% af stöðu sinni næsta skólaár. Jafnframt er lagt til að Rannveig Andrésdóttir gegni störfum aðstoðarskólastjóra í hálfu starfi í leyfi Sesselju. Samþykkt.

13. Lögð fram tillaga Fræðslumiðstöðvar um að ráða Ingu Sigurðardóttur til að gegna starfi aðstoðarskólastjóra Grandaskóla skólaárið 1997 – 1998. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf deildarstjóra eignadeildar, dags. 26. maí 1997, varðandi val á tilraunaskólum í dagræstingu, skv. samþykkt fræðsluráðs frá 11. mars sl. en skólarnir eru Engjaskóli, Seljaskóli og Langholtsskóli.

Fundi slitið kl. 14.20

Sigrún Magnúsdóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Kristín Dýrfjörð
Svanhildur Kaaber