Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

29. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 9. júní, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 29. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Kristín Dýrfjörð og Magnea Eyvinds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Einar Magnússon frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Lögð fram fundargerð bygginganefndar skóla og leikskóla frá 20. maí sl.

2. Lagðar fram eftirfarandi umsóknir um almenna styrki fræðsluráðs. Tónlistarskóli Guðmundar 300.000 Samþykkt. Tónskólinn Do Re Mi Frestað. 3. Lagt fram til kynningar bréf og undirskriftalisti foreldra barna í Breiðholtsskóla varðandi fjölda barna í bekkjardeildum, dags. 4. júní sl., ásamt greinargerð menntamálaráðuneytis um umsagnarrétt foreldraráða.

4. Lögð fram drög að svari við fyrirspurn Guðbjargar Björnsdóttur frá 12. maí sl. varðandi fyrirætlanir fræðsluráðs Reykjavíkur um að kynna og senda foreldraráðum við grunnskóla borgarinnar áætlanir sveitarfélagsins til umsagnar. Vísað til frekari úrvinnslu á þjónustusviði.

5. Lagt fram yfirlit umboðsmanns foreldra og skóla um stöðu umsagnar foreldraráða um skólanámskrá. Lögð fram eftirfarandi tillaga: Næsta skólaár verði Önnu Kristínu Sigurðardóttur deildarstjóra á kennsludeild í samvinnu við Áslaugu Brynjólfsdóttur falið að fylgjast með námskrárvinnu skólanna og gefa umsögn fyrir hönd Fræðslumiðstöðvar og fræðsluráðs og aðstoða foreldraráðin við að vinna við umsagnir skólanna ef þeir óska eftir aðstoð. Fræðsluráð fái umsagnir til umfjöllunar áður en þær eru sendar til skólanna. Samþykkt.

6. Lögð fram fundarályktun foreldrafélags Ölduselsskóla frá 21. apríl sl. varðandi frágang á lóð skólans, ásamt minnisblaði deildarstjóra eignadeildar, dags. 4. júní sl., um sama mál. Vísað til bygginganefndar skóla og leikskóla.

7. Lögð fram til kynningar fundarályktun foreldrafélags Ölduselsskóla frá 21. apríl sl. varðandi styrk til skólafærninámskeiðs fyrir foreldra 1. bekkjar nemenda á komandi hausti að upphæð 50.000.

8. Lagt fram til kynningar bréf Tónmenntakennarafélags Íslands, dags. 1. maí sl., varðandi kjaramál tónmenntakennara.

9. Lagt fram bréf Stefaníu Karlsdóttur móður sex ára barns í Húsaskóla, dags. 27. maí sl., varðandi fjölda kennsludaga skólaárið 1996-1997. Arthur Morthens gerði grein fyrir svari skólastjóra.

Guðbjörg Björnsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: Hvenær og af hverjum var tekin ákvörðun um að fella niður kennslu síðustu dagana í maí vegna landsmóts lúðrasveita skóla? Ólafur Darri Andrason gerði grein fyrir að samráð hefði verið haft við skólastjóra og foreldrafélög í Grafarvogi en ákvörðunin verið tekin á Fræðslumiðstöð. Vísað til frekari skoðunar á þjónustusviði.

10. Lögð fram drög að nýju skipulagi sálfræðiþjónustu í Árbæ og Breiðholti. Einnig lagt fram bréf skólastjóra í framangreindum hverfum, dags. 22. maí sl., þar sem ósk þeirra um að ráða sálfræðinga til sín beint er ítrekuð. Samþykkt og vísað til frekari skoðunar við gerð næstu starfsáætlunar. Árni Sigfússon sat hjá og óskaði ásamt Finnboga Sigurðssyni eftirfarandi bókað: Við teljum mikilvægt að skólarnir fái sjálfir tækifæri til að ráða til sín sálfræðinga eftir þörfum. Gerður yrði þjónustusamningur Fræðslumiðstöðvar við skólana, þar sem þeim yrði afhent tiltekið fjármagn, í stað þeirrar miðstýringar sem nú ríkir og ekki hefur veitt fullnægjandi þjónustu. Þó virðist vera að meirihluti fræðsluráðs treysti sér ekki til þessa að svo stöddu.

11. Lagt fram bréf Kennarasambands Íslands, dags. 29. maí sl., varðandi kennsluafslátt vegna kennara sem taka þátt í starfsleikninámi skólaárið 1997-1998. Vísað til Fræðslumiðstöðvar að svara erindinu á þann hátt að stefna fræðsluráðs frá fyrri ákvörðun um kennsluafslátt sé óbreytt.

12. Rætt um framhaldsmenntun kennara við KHÍ og aðra háskóla. Fræðslumiðstöð í samvinnu við formann falið að vinna að tillögu að fyrirkomulagi kennsluafsláttar kennara í framhaldsnámi. 13. Lögð fram tillaga Fræðslustöðvar um að ráða Grím Bjarndal Jónsson aðstoðarskólastjóra Seljaskóla. Samþykkt.

14. Lögð fram tillaga Fræðslumiðstöðvar um að fastráða eftirfarandi skólastjórnendur: Berglind Stefánsdóttir skólastjóri Vesturhlíðarskóla Guðmundur R. Sighvatsson skólastjóri Austurbæjarskóla Héðinn Pétursson aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla Samþykkt.

15. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslur kennaramála, dagsett 9. júní 1997, ásamt yfirliti starfsmannadeildar um ráðningar í störf á Fræðslumiðstöð.

16. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um þá kennara sem hljóta námslaun skólaárið 1997-1998 frá Námsleyfasjóði grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla og Verkefna og námsstyrkjasjóði Kennarasambands Íslands.

17. Lagt fram til kynningar bréf Heimilis og skóla, dags. 22. maí sl., þar sem vakin er athygli á stöðu vélritunarkunnáttu og mikilvægi þess að nemendur grunnskóla tileinki sér grunnatriði tölvunotkunar.

18. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir starfsemi skólabúða á Úlfljótsvatni á vorönn 1997, dags. 20. maí sl.

19. Lagt fram til kynningar bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 2. júní sl., ásamt yfirliti yfir fyrirspurnir, dreifibréf til skóla, fréttatilkynningar og kvartanir vegna laga um grunnskóla nr. 66/1995.

20. Lagt fram til kynningar bréf Söngskólans í Reykjavík, dags. 4. júní sl., ásamt starfsskýrslu skólans skólaárið 1995-1996 og ársreikningum.

Fundi slitið kl. 14.25

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Kristín Dýrfjörð
Magnea Eyvinds