Skóla- og frístundaráð
30. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1997, fimmtudaginn 3. júlí, kl. 11.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 30. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.
1. Lögð fram til kynningar fundargerð bygginganefndar skóla og leikskóla frá 9. júní sl.
2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. júní sl., ásamt bréfi dómnefndar, dags. 6. júní sl., um nýtt nafn á Æfingaskólann. Fræðsluráð samþykkir einróma að nafn skólans verði Háteigsskóli en það nafn fékk flestar tilnefningar frá foreldrum, nemendum og starfsmönnum skólans.
3. Lögð fram tillaga um að Fræðslumiðstöð verði falið að undirbúa samning um kaup á Microsoft Office hugbúnaði í samráði við Ríkiskaup. Fræðslumiðstöð falið að vinna áfram að málinu.
4. Lagt fram yfirlit yfir stöðu nýbúafræðslu frá Ingibjörgu Hafstað, dags. 10. júní sl., ásamt tillögum að úrbótum. Vísað til Fræðslumiðstöðvar að fara yfir tillögurnar. Fulltrúi skólastjóra vakti athygli á nauðsyn þess að gera ráð fyrir kostnaði við túlkaþjónustu í þeim skólum sem þjóna nýbúum.
5. Lagðir fram undirskriftarlistar frá foreldrum og forráðamönnum barna á skóladagheimilinu Hagakoti. Lengd viðvera (heilsdagsskóli) Melaskóla verður næsta vetur rekin í Hagakoti og húsnæði í kjallara Melaskóla. Öllum börnum sem verið hafa á Hagakoti býðst vistun í lengdri viðveru Melaskóla.
6. Lögð fram umsókn frá Jóni Thoroddssen, dags. 23. júní sl. um styrk til þáttöku í Ólympyuleikum í eðlisfræði. Vísað til borgarráðs.
7. Lögð fram tillaga Fræðslumiðstöðvar um fyrirkomulag styrkja vegna framhaldsnáms kennara. Tillagan samþykkt og Fræðslumiðstöð falið að vinna hana nánar.
8. Lagt fram álit fræðslustjóra, dags. 2. júlí sl., varðandi umsækjendur um starf skólastjóra Dalbrautarskóla.
9. Lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar í stöðu aðstoðarskólastjóra í Réttarholtsskóla. Samþykkt samhljóða að að ráða Ásu Kristínu Jóhannesdóttur í stöðuna. 10. Lögð fram tillaga fræðslustjóra um að fastráða Guðbjörgu Þórisdóttur skólastjóra Breiðagerðisskóla. Samþykkt.
11. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslur kennaramála, dags. í dag.
11. Hulda Ólafsdóttir spurðist fyrir um afgreiðslu umsókna um styrki úr ferðasjóði kennara. Fram kom að úthlutað er úr ferðasjóði kennara tvisvar á ári, að vori og hausti. Umsóknir sem bárust eftir vorúthlutun verða afgreiddar í haust.
Fundi slitið kl. 12.10
Sigrún Magnúsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Hulda Ólafsdóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Svanhildur Kaaber