Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

32. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 11. ágúst, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 32. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Kristín Dýrfjörð og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ingunn Gísladóttir deildarstjóri starfsmannadeildar og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram til kynningar minnisblað frá forstöðumanni þróunarsviðs um stöðu innritunar og væntanlegan nemendafjölda veturinn 1997-1998, dags. 7. ágúst sl.

2. Lagt fram til kynningar minnisblað fræðslustjóra um stöðu einsetningaráætlunar grunnskóla Reykjavíkur, dags. 7. ágúst sl., þar sem m.a. var gerð grein fyrir stöðu byggingarmála og hönnunarvinnu sem hafin er vegna viðbygginga við fjóra skóla.

3. Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, dags. 11. júlí sl.

4. Lagt fram yfirlit yfir erindi til fræðsluráðs í maí, júní og júlí og afgreiðslu þeirra.

5. Lögð fram greinargerð forstöðumanns rekstrarsviðs um fjárhagsstöðu fræðslumála þann 30.6.1997, dags 8. ágúst sl. Einnig lagður fram til kynningar verksamningur um skoðun á fyrirkomulagi tónlistarfræðslu í Reykjavík. Fræðslustjóri og deildarstjóri starfsmannadeildar fylgdu greinargerðinni úr hlaði.

6. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra með tillögu að mörkun stefnu um áherslur fræðsluráðs og Fræðslumiðstöðvar í skólamálum til næstu ára. Samþykkt að hefja vinnu við langtímamarkmið í september nk. í samstarfi við skólafólk og foreldra.

7. Deildarstjóri starfsmannadeildar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi kennararáðningar fyrir næsta skólaár.

Fundi slitið kl. 13.35

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Kristín Dýrfjörð Svanhildur Kaaber