Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

35. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 8. september, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 35. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Guðmundur Gunnarsson, Hanna Kristín Stefánsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Formaður setti fund og bauð Hönnu Kristínu Stefánsdóttur, 3. varamann Reykjavíkurlista velkomna til fyrsta fundar síns í fræðsluráði.

2. Hugarflug til undirbúnings markmiðasetningu fyrir grunnskóla Reykjavíkur vegna starfsáætlunar næsta árs og e.t.v. næstu ára. Hugmyndaflokkar sem urðu til á síðasta fundi skilgreindir nánar.

3. Fræðslustjóri dreifði yfirliti yfir verkefni kennsluráðgjafa á kennsludeild Fræðslumiðstöðvar.

Fundi slitið kl. 13.45

Sigrún Magnúsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Hanna Kristín Stefánsdóttir
Svanhildur Kaaber