No translated content text
Skóla- og frístundaráð
36. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1997, mánudaginn 15. september, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 36. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.
1. Lagt fram yfirlit yfir starfsemi Námsflokka Reykjavíkur á komandi haustönn. Forstöðumaður gerði grein fyrir starfi Námsflokkanna. Lagt til að hækka gjaldskrá í frístundanámi Námsflokkanna. Ákvörðun frestað.
Guðrún Halldórsdóttir forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur sat fund undir þessum lið.
2. Lögð fram til kynningar eftirfarandi erindi frá Samfok: a) Ný lög Samfoks b) Skýrsla stjórnar Samfoks fyrir starfsárið 1996-1997 c) Könnun á starfsemi foreldraráða d) Könnun á foreldrastarfi e) Tilkynning um kosningu áheyrnarfulltrúa í fræðsluráð f) Þakkir fyrir fjárstuðning og upplýsingar um skipan stjórnar
Áslaug Brynjólfsdóttir umboðsmaður foreldra og skóla sat fund undir þessum lið.
3. Lagt fram svar við fyrirspurnum um jafnréttisfræðslu í skólum og vímuvarnafulltrúa.
4. Fjallað um erindi foreldrafélags Hvassaleitisskóla varðandi tölvumál skólans. Á næsta fundi mun liggja fyrir heildarúttekt á tölvumálum grunnskóla borgarinnar og verður umræðum þá haldið áfram.
5. Námsstyrkir til kennara í meistaranámi. Fræðslustjóri gerði grein fyrir útreikningi styrkupphæðar. Samþykkt að styrkja kennara til framhaldsnáms með þeim hætti sem Fræðslumiðstöð hefur lagt til.
6. Lögð fram ályktun stjórnar Kennarafélags Reykjavíkur um kjaramál og fjármálastöðu skóla.
7. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslur kennaramála, dags. í dag.
8. Rætt um námsvistargjöld og innheimtumál í skólalúðrasveitum. Vísað til Fræðslumiðstöðvar að taka saman kostnað við rekstur skólalúðrasveita á yfirstandandi ári.
9. Lagður fram til kynningar bæklingur FMR um hlutverk og markmið Fræðslumiðatöðvar fyrir árin 1997 og 1998.
10. Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir Huldu Gunnarsdóttur um kennslu í námsefninu tilveran (Lion´s Quest). Hvernig er fylgst með kennslu skólanna í námsefninu tilveran? Eru allir grunnskólar Reykjavíkur með þessa kennslu í 7. og 8. bekk? Ef ekki, hver ákveður að kennsla falli niður eða færist til annarra bekkja? Er samráð haft við foreldra og námsefnið kynnt fyrir foreldrum barnanna.
Fundi slitið kl. 14.30
Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber