Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

37. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 29. september, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 37. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Magnea Eyvinds og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram svar við fyrirspurn Guðmundar Gunnarssonar um kennslukostnað Námsflokka Reykjavíkur
Lögð fram að nýju tillaga Námsflokka Reykjavíkur um hækkun á gjaldskrá í frístundanámi.
Samþykkt.

Guðrún Halldórsdóttir sat fund undir þessum lið.

2. Lagt fram svar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur við fyrirspurn um kennslu í námsefninu „Að ná tökum á tilverunni” frá 15. september sl.
Samþykkt að hafa stefnumörkun um nýtingu þessa námsefnis í starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar fyrir árið 1998.

3. Lagt fram yfirlit Fræðslumiðstöðvar um kostnað og rekstur skólalúðrasveita.
Innheimta fyrir skólalúðrasveitir hefur verið færð til innheimtuþjónustu SPRON sem einnig sér um innheimtu fyrir lengda viðveru. Auk þess hefur verið útbúið skráningarblað fyrir þátttöku í skólalúðrasveitum sem ekki var til áður.
Samþykkt að gjaldskrá skólalúðrasveita verði endurskoðuð við gerð starfsáætlunar Fræðslumiðstöðvar 1998.

4. Lagt fram yfirlit Fræðslumiðstöðvar um tölvukost grunnskóla Reykjavíkur.
Forstöðumaður þróunarsviðs gerði grein fyrir yfirlitinu.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir vék af fundi eftir þennan lið.

5. Lagðar fram til kynningar starfsreglur um auglýsingu og afgreiðslu almennra styrkumsókna til menningar-, uppeldis- og félagsmála á árinu 1998.

6. Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslur Fræðslumiðstöðvar á erindum sem borist hafa fæðsluráði í september.

7. Formaður greindi frá því að sex kennarar og einn námsráðgjafi í Reykjavík hefðu sagt upp störfum að undanförnu.
Formaður óskaði að eftirfarandi yrði bókað:
Fræðsluráð lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í samningum við grunnskólakennara og óttast neyðarástand í skólamálum verði ekki fundin lausn á yfirstandandi kjaradeilu.
Í skólum borgarinnar er unnið faglegt og metnaðarfullt starf sem fræðsluráð er stolt af. Til þess að hægt verði að halda því starfi áfram og auka enn uppbyggingu þess verður að finna leið til að leiða yfirstandandi kjaradeilu til lykta.
Fræðsluráð lýsti sig sammála bókuninni.

8. Guðmundur Sighvatsson skólastjóri Austurbæjarskóla lýsti ánægju kennararáðs skólans með hugarflugsfund með fræðslustjóra um markmið vegna starfsáætlunar Fræðslumiðstöðvar.

9. Svanhildur Kaaber vakti athygli á stöðu líkamlega fatlaðra drengja í grunnskólum borgarinnar. Þessir drengir geta yfirleitt ekki tekið þátt í skólaíþróttum vegna þess að engir karlkyns starfsmenn eru til taks til að fylgja þeim gegnum fataskipti og sturtu.

Fundi slitið kl. 13.40

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Magnea Eyvinds
Svanhildur Kaaber