Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

39. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 13. október, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 39. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristín Andrésdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð. 1. Lagður fram til kynningar samningur um sálfræðiþjónustu í Árbæ og Breiðholti ásamt starfslýsingu sálfræðinga. Arhur Morthens kynnti samninginn og starfslýsinguna.

2. Lagt fram bréf Ingibjargar Georgsdóttur, fyrir hönd foreldra barna í Tónskólanum Do Re Mi, varðandi fjárstuðning til skólans. Verið er að gera úttekt á starfsemi tónlistarskóla í borginni og er afgreiðslu erindisins frestað þar til þeirri úttekt er lokið. 3. Kynntar teikningar að viðbyggingu við Vesturbæjarskóla. Ingimundur Sveinsson arkitekt og Kristín Andrésdóttir kynntu teikningarnar. Frekari ákvörðunum um endurskipulag innanhúss í eldri byggingu og viðbygginguna vísað til byggingarnefndar skóla og leikskóla.

Ingimundur Sveinsson arkitekt sat fund undir þessum lið.

4. Lögð fram til kynningar samantekt yfir hugarflugsfundi fræðslustjóra með fræðsluráði, skólastjórum, kennararáðum, foreldraráðum og starfsfólki Fræðslumiðstöðvar: Orð eru til alls fyrst. Fræðslustjóri fylgdi samantektinni úr hlaði.

5. Lagt fram erindi kennarafundar Einholtsskóla þar sem ástandið í grunnskólum landsins vegna kjaramála kennara er harmað. Erindið verður sent til launanefndar sveitarfélaga.

6. Lagt fram bréf foreldrafélags Fossvogsskóla, dags. 7. október sl., þar sem áhyggjum er lýst vegna uppsagna sjö kennara við Fossvogsskóla, einnig er þar hvatt til að staðið verði við gerðar áætlanir varðandi viðbyggingu við skólann. Fyrra erindið verður sent launanefnd sveitarfélaga, hið síðara byggingarnefnd skóla og leikskóla.

7. Lagður fram listi yfir kennara í Reykjavík sem sagt hafa upp störfum eftir að skólastarf hófst í haust.

8. Guðrún Sturlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: Við síðustu úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur var rætt um að endurskoða þyrfti úthlutunarreglur og þá fjárhæð sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar. Er þessi endurskoðun hafin? Má ætla að nýjar reglur verði til staðar fyrir úthlutun næsta árs?

9. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir skipulagðar vettvangsferðir grunnskólanemenda í Reykjavík í fyrirtæki og stofnanir sem bjóða bekkjum til sín.

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber