Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

41. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 3. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 41. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Hulda Ólafsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar 1998. Fræðslustjóri kynnti framsetningu starfsáætlunar sem er samræmd milli borgarstofnana. Einnig kynnti hún vinnuferli við gerð starfsáætlunar Fræðslumiðstöðvar.

Lagðar fram hugmyndir meirihluta fræðsluráðs um markmið og áherslur í fræðslumálum í Reykjavík til næstu þriggja ára til frekari úrvinnslu við gerð starfsáætlunar. Einnig lagðar fram hugmyndir sjálfstæðismanna til undirbúnings markmiðum Reykjavíkur í fræðslumálum 1998-2002.

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Svanhildur Kaaber