Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

42. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 10. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 42. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Kynntur Handraði, handbók um málefni grunnskóla, sem út er komin á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Handbókin er með sérkafla fyrir Reykjavík sem er unninn á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.

2. Fjárhagsáætlun 1998. Lögð fram drög að fjárhagsramma 1998, ásamt grófri skiptingu milli málaflokka. Ólafur Darri Andrason kynnti rammatölurnar.

Lögð fram og rædd drög að starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar 1998, en fulltrúar í ráðinu höfðu fengið drögin í hendur fyrir fundinn.

Fræðsluráð samþykkir að sett verði á laggirnar undirnefnd fræðsluráðs til að skoða gjaldtöku fyrir lengda viðveru.

3. Lögð fram greinargerð um rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita frá Rekstri og ráðgjöf ehf. Jón Gauti Jónsson kynnti niðurstöður úttektarinnar. Fræðsluráð mun skipa verkefnisstjórn til að endurskipuleggja ýmsa þætti er varða rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita í Reykjavík.

Jón Gauti Jónsson sat fund undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14.20

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber