Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

43. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 17. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 43. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Svanhildur Kaaber, Guðmundur Gunnarsson og Hulda Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustusviðs vegna umræðu í fræðsluráði, 29. september sl., um skólaíþróttir líkamlega fatlaðra drengja.

2. Lagt fram svar fræðslustjóra við fyrirspurn Guðrúnar Sturlaugsdóttur frá 13. október sl. um endurskoðun reglna vegna úthlutunar úr ferðasjóði kennara.

3. Lögð fram til síðari umræðu drög að starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar 1998.

Áheyrnarfulltrúar kennara óskuðu bókað: Áheyrnarfulltrúar KFR lýsa yfir ánægju sinni með framlagða starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1998. Ljóst er að aukning verður á kennslumagni á næstu árum og viljum við því beina þeim tilmælum til fræðsluráðs og skólastjórnenda að þessi aukning komi þeim kennurum til góða sem nú þegar eru starfsmenn skólanna þannig að tryggt sé að allir fái fullt starf sem þess óska og að möguleiki á yfirvinnu sé til staðar. Jafnframt viljum við leggja áherslu á að það kennslumagn sem til staðar er í skólunum sé skilyrðislaust í höndum grunnskólakennara.

Fræðsluráð lýsir sig sammála því að ráðið sé í fullar stöður.

Starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er samþykkt með þeim athugasemdum sem fram hafa komið á fundinum. Formanni er falið að endurskoða kaflann um æskileg verkefni utan ramma borgarráðs í samráði við fræðslustjóra.

4. Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni Námsflokka Reykjavíkur, dags. í dag, varðandi málefni Lýðskólans.

Fundi slitið kl. 13.40

Sigrún Magnúsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Svanhildur Kaaber
Hulda Ólafsdóttir