Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

44. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 8. desember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 44. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Svanhildur Kaaber, Guðmundur Gunnarsson og Hulda Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir María Norðdahl og Sigríður Sveinsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Sigrún Magnúsdóttir bauð Sigríði Sveinsdóttur áheyrnarfulltrúa Kennarafélags Reykjavíkur vekomna á fyrsta fund sinn í fræðsluráði.

2. Lögð fram að nýju greinargerð Rekstrar og ráðgjafar ehf um rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita. Jón Gauti Jónsson skýrði greinargerðina. Formaður lagði til að verkefnisstjórn um tónlistarfræðslu skipuðu Sigrún Magnúsdóttir formaður fræðsluráðs, Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Ragnar Þorsteinsson skólastjóri Breiðholtsskóla. Samþykkt samhljóða.

Jón Gauti Jónssonson sat fund undir þessum lið.

3. Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar skóla og leikskóla frá 17. nóvember sl.

4. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stofnkostnað fræðslumála í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkur.

5. Lögð fram til kynningar drög að áætlun og greinargerð vegna búnaðarkaupa skóla 1998.

6. Lagt fram bréf foreldraráðs og foreldrafélags Laugarnesskóla vegna húsnæðis og búnaðar skólans, dags. 25. nóvember sl. Vísað til Fræðslumiðstöðvar.

7. Lagðar fram niðurstöður af ársþingi SAMFOKS 1997. Vísað til Fræðslumiðstöðvar.

Guðmundur Gunnarsson vék af fundi eftir þessum lið.

8. Formaður þakkaði Maríu Norðdahl áheyrnarfulltrúa Kennarafélags Reykjavíkur samstarfið í fræðsluráði en hún hverfur nú úr ráðinu.

Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi eftir þessum lið og Svanhildur Kaaber tók við fundarstjórn.

9. Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, dags. 3. desember sl.

10. Lögð fram orðsending skrifstofustjóra borgarstjórnar varðandi samþykkt borgarráðs frá 11. nóvember sl. þar sem þeim tilmælum er beint til nefnda og ráða borgarinnar að hverfisnefnd Grafarvogs verði upplýst um meiriháttar stefnumótandi mál sem þau hafa til umfjöllunar og snerta Grafarvog sérstaklega.

11. Svanhildur Kaaber vék að stöðu hreyfihamlaðra nemenda í grunnskólum í framhaldi af umræðum í fræðsluráði 29 september sl. og svari Fræðslumiðstöðvar frá 17 nóvember um skólaíþróttir líkamlega fatlaðra drengja. Svanhildur óskaði eftir að unnið yrði áfram að úttekt á stöðu þessara barna.

Fundi slitið kl. 13.55

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber