Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

46. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1998, mánudaginn 26. janúar, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 46. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Svanhildur Kaaber, Guðmundur Gunnarsson og Hulda Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Kristín Jónasdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs, Áslaug Brynjólfsdóttir umboðsmaður foreldra og skóla, Anna Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri kennsludeildar og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Námsgagnastofnun og útgáfur hennar. Ingibjörg Ásgeirsdóttir útgáfustjóri Námsgagnastofnunar gerði grein fyrir stöðunni í útgáfumálum stofnunarinnar og svaraði spurningum fræðsluráðs.

Ingibjörg Ásgeirsdóttir sat fund undir þessum lið.

2. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra, dags. 16. janúar sl., þar sem greint er frá tillögu um fræðslu- og kynningarátak meðal reykvískra skólabarna á Ári hafsins sem samþykkt var í borgarstjórn 15. janúar sl. Vísað til Fræðslumiðstöðvar að koma með tillögur um fulltrúa í samstarfsnefndina.

3. Lagt fram svar forstöðumanns þjónustusviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um samskiptaörðugleika í Vogaskóla ásamt áætlun námskeiðsins: Góður skóli – stjórnun og samskipti, sem haldið var í Vogaskóla sl. haust. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: Óskum upplýsinga um hvort fleiri starfsmenn hafi sagt upp störfum frá sl. vori og ef svo er hver sé ástæða þeirra uppsagna. Óskað er eftir afstöðu kennararáðs og skólastjóra til stöðu þessa máls.

4. Lagt fram til kynningar minnisblað forstöðumanns rekstrarsviðs, dags. í dag, um styrki Reykjavíkurborgar til Skóla Ísaks Jónssonar.

5. Lagt fram til kynningar yfirlit forstöðumanns þróunarsviðs, dags. í dag, varðandi rekstrarkostnað tölvubúnaðar í Ártúnsskóla frá árinu 1995 til samanburðar við áætlaðan kostnað vegna tækjaleigu og viðhalds eldri búnaðar í Ártúnsskóla á árinu 1998.

6. Samþykkt að fundur fræðsluráðs verði haldinn á Kjalarnesi með skólanefnd Kjalarneshrepps þann 16. febrúar nk.

Gerður G. Óskarsdóttir, Arthur Morthens, Anna Kristín Sigurðardóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir viku af fundi eftir þennan lið.

7. Lagðar fram að nýju tillögur Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslu almennra styrkja á sviði menntamála. Samþykkt að veita bráðabirgðastyrk til Do Re Mi og Myndlistarskólans í Reykjavík að upphæð 1 m.kr. á hvorn aðila. Öðrum styrkumsóknum frestað.

8. Kynnt yfirlit yfir mál nemenda sem umboðsmaður foreldra og skóla hefur fengið til meðferðar frá foreldrum og skólum. Frestað.

9. Lagt fram yfirlit deildarstjóra kennsludeildar, dags. 22. janúar sl., um málefni nemenda sem stunda grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags. Umræðu frestað.

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber