Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

47. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1998, mánudaginn 9. febrúar, kl 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 47. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Pétursdóttir, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes K. Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Kristín Jónasdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Áslaug Brynjólfsdóttir umboðsmaður foreldra og skóla og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu sem ritaði fundargerð.

1. Lögð fram fundargerð bygginganefndar skóla og leikskóla frá 6. febrúar sl.

2. Lagt fram til kynningar yfirlit umboðsmanns foreldra og skóla yfir fjölda mála sem vísað er til skólanefndar (Fræðslumiðstöðvar) skv. 6. 15. 16. 35. 36. og 40. 41. grein grunnskólalaga frá 1995.

Arthur Morthens og Áslaug Brynjólfsdóttir viku af fundi að þessum lið loknum.

3. Lagt fram erindi foreldra, dags. 10. og 11. febrúar, varðandi brottvísun úr skóla, ásamt bréfum fræðslustjóra og skólastjóra Hvassaleitisskóla varðandi sama mál. Fræðsluráð vísar til fræðslustjóra og borgarlögmanns að gera umsagnir um málið.

4. Lagt fram bréf Ólafs M. Magnússonar varðandi kynningu á hugmyndum um landbúnaðarfræðslusetur og námsefnisgerð í tengslum við það. Vísað til fræðslustjóra.

5. Svanhildur Kaaber spurðist fyrir um málefni barns með lögheimili í Reykjavík sem vistast í öðru sveitarfélagi og hefur ekki fengið þar skólavist. Fræðslustjóri upplýsti að verið væri að vinna í málinu.

6. Hulda Ólafsdóttir spurðist fyrir um punktakerfi sem agatæki og óskaði eftir almennum umræðum um það í fræðsluráði.

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Guðrún Pétursdóttir
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber