Skóla- og frístundaráð
47. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1998, mánudaginn 9. febrúar, kl 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 47. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Inga Jóna Þórðardóttir, Svanhildur Kaaber, Guðrún Pétursdóttir og Hulda Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes K. Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs, Áslaug Brynjólfsdóttir umboðsmaður foreldra og skóla, Anna Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri kennsludeildar og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, sem ritaði fundargerð.
1. Sigrún Magnúsdóttir bauð nýjan fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Guðrúnu Pétursdóttur velkomna. Jafnframt þakkaði hún Árna Sigfússyni hans störf og gott samstarf.
2. Lagt fram til kynningar yfirlit um arkitekta og stofnár grunnskóla í Reykjavík.
3. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir í hvaða skólum fræðsluráð hefur haldið fundi og athafnir.
4. Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.
5. Umræður um yfirlit deildarstjóra kennsludeildar um málefni nemenda sem stunda grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags sem lagt var fram til kynningar í fræðsluráði þann 26. janúar.
Anna Kristín Sigurðardóttir vék af fundi að þessum lið loknum.
6. Kynnt yfirlit yfir mál nemenda sem umboðsmaður foreldra og skóla hefur fengið til meðferðar frá foreldrum og skólum (mál sem vísa má til skólanefndar skv. grunnskólalögum frá 1995).
7. Lagt fram yfirlit forstöðumanns þróunarsviðs, dags. 4. febrúar, um áætlaðan kostnað vegna tækjaleigu og viðhalds eldri búnaðar í Ártúnsskóla á árunum 1998-2000 samanborið við áætlaðan kostnað vegna hefðbundins rekstrarforms. Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerð verði tilraun með tækjaleigu og þjónustusamning í einum skóla borgarinnar sbr. minnisblað til fræðsluráðs dags. 16. janúar 1998. Svanhildur Kaaber ítrekaði fyrri afstöðu sína að hún telji það skyldu fræðsluyfirvalda að borga fyrir þann búnað sem er í skólunum og að ekki megi gera ráð fyrir framlögum frá foreldrum.
8. Lögð fram áætlun um fundi fræðsluráðs til vors 1998 og tillaga að dagskrá fundar fræðsluráðs með skólanefnd Kjalarness 23. febrúar n.k.
9. Lagt fram svar forstöðumanns þjónustusviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um uppsagnir kennara í Vogaskóla. Skólastjórafélag Reykjavíkur óskaði eftir því að umræðum um málið verði frestað þar til félagið hefur náð að fjalla um það.
10. Lagðar fram að nýju tillögur Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslu almennra styrkja á sviði menntamála. Samþykkt að veita styrki sbr. eftirfarandi:
Umsóknir Úthlutun
1998 1998
Málefni grunnskóla
Krass ehf. Hrafnhildur Valgarðs 500.000 0
Bergljót Arnalds 1.000.000 0
Landsamband slökkviliðsmanna 250.000 150.000
Umhyggja 750.000 300.000
Umsjónarfélag einhverfra 600.000 200.000
Hlíðaskóli, 10. bekkingar 600.000 0
Íþróttafélag fatlaðra 1.200.000 500.000
Waldorfskólinn Lækjarbotnum 1.650.000 0
SAMFOK 4.000.000 2.000.000
10.550.000 3.150.000
Tónlistarskólar
Ísl. Suzukisambandið 525.000 0
Nýi músíkskólinn 3.500.000 400.000
Tónskóli grunnskólanna í Grafarvogi 4.950.000 0
Tónskólinn Do Re Mi 9.526.000 3.500.000
Nýi söngskólinn Hjartansmál 6.985.000 200.000
Tónskóli Guðmundar 2.500.000 200.000
Kjartan Ólafsson 6.000.000 0
Nýi músikskólinn 320.000 0
Tónstofa Valgerðar 500.000 0
Lilja Hjaltadóttir og Kristinn Kristinsson 167.000 0
34.973.000 4.300.000
Leiklist
Leikfélag Reykjavíkur 2.607.191 3.000.000
Leikfélag Reykjavíkur 4.965.615 0
Þórhildur Þorleifsdóttir (LR) 5.704.612 0
Möguleikhúsið 700.000 0
Möguleikhúsið 600.000 0
14.577.418 3.000.000
Myndlist
Myndlistaskólinn í Reykjavík 5.335.700 4.000.000
Myndlistaskólinn í Reykjavík 3.500.000 0
Myndlistaskólinn í Reykjavík 1.000.000 0
9.835.700 4.000.000
Annað
Mímir Tómstundaskólinn 2.000.000 1.200.000
Alexandra Argunova 200.000 0
Anna María Pétursdóttir 1.500.000 0
Þjóðminjasafn Íslands 350.000 0
4.050.000 1.200.000
Samtals 73.986.118 15.650.000
Verkefnisstjórn um endurskoðun málefna tónlistarskóla var falið að skoða möguleika á auknum framlögum til Tónskólans Do Re Mi.
Guðbjörg Björnsdóttir formaður SAMFOKS vék af fundi undir þessum lið þar sem SAMFOK er einn af umsækjendum um styrk.
Fundi slitið kl. 14
Sigrún Magnúsdóttir
Guðrún Pétursdóttir Inga Jóna Þórðardóttir
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber