Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

49. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1998, mánudaginn 23. febrúar, kl 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund að Klébergi á Kjalarnesi og var þetta 49. fundur ráðsins. Fundurinn var haldinn í samvinnu við skólaráð Kjalarness. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Hulda Ólafsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúinn Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs, Áslaug Brynjólfsdóttir umboðsmaður foreldra og skóla og Bergur Felixsson frá Dagvist barna. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar skólaráðs Kjalarness: Reynir Þór Einarsson formaður, Anna Lilja Hr. Magnúsdóttir, Ásgeir Harðarson, Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, Áslaug Þorsteinsdóttir, Hanna Símonar, Ingveldur Björgvinsdóttir, Kristján Oddsson og Ólafur Ásmundsson. Loks sátu fundinn Jónas Vigfússon sveitarstjóri Kjalarnesshrepps, Sigþór Magnússon skólastjóri Klébergsskóla og Steinunn Geirdal leikskólastjóri á Kátakoti. Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur ritaði fundargerð.

1. Skólastjóri Klébergsskóla og leikskólaskólastjóri Kátakots sýndu fundarmönnum báða skólana.

2. Formaður fræðsluráðs setti fund og lýsti tilgangi hans.

3. Fræðslustjóri kynnti gögn um Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.

4. Umboðsmaður foreldra og skóla lýsti hlutverki sínu og starfssviði stuttlega.

5. Lögð fram drög að stefnumótun fyrir Klébergsskóla, dags. í febrúar 1998. Formaður skólaráðs Kjalarness gerði grein fyrir stefnu ráðsins í skólamálum Kjalarnesshrepps.

6. Skólastjóri Klébergsskóla sagði frá starfi skólans og tónlistarskólans.

7. Lagt fram yfirlit yfir starf leikskólans Kátakots. Leikskólastjóri sagði frá starfi leikskólans.

8. Rætt um hönnun viðbyggingar við Klébergsskóla. Samþykkt að hefja undirbúningsvinnu.

9. Lögð fram umsögn fræðslustjóra og umsögn borgarlögmanns um erindi foreldra dags. 10., 11., og 13. febrúar sl. varðandi brottvísun nemanda úr skóla. Fræðsluráð samþykkir umsagnir fræðslustjóra og borgarlögmanns fyrir sitt leyti.

Fundi slitið kl. 14.20

Sigrún Magnúsdóttir
Hulda Ólafsdóttir Inga Jóna Þórðardóttir
Svanhildur Kaaber