Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

50. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1998, mánudaginn 2. mars, kl 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ártúnsskóla og var þetta 50. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Svanhildur Kaaber, Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Pétursdóttir og Hulda Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu sem ritaði fundargerð.

1. Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri Ártúnsskóla, bauð fræðsluráð velkomið í skólann. Börn úr 7. bekk í Ártúnsskóla sungu fyrir fræðsluráð.

2. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 27. febrúar sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

3. Rætt um skólanámskrár. Fræðsluráð óskar eftir að gátlisti fyrir skólanámskrár sem verið er að vinna á Fræðslumiðstöð komi fljótlega til umræðu í fræðsluráði.

4. Lögð fram, til kynningar, fundargerð bygginganefndar skóla og leikskóla frá 13. febrúar sl.

6. Lögð fram rýmisáætlun fyrir væntanlegan Borgaskóla. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkir áframhaldandi hönnun að nýjum grunnskóla í Borgahverfi, Borgaskóla. Skólinn byggir á rýmisáætlun fyrir um 350 barna heildstæðan grunnskóla. Stærð skólans verður því um 3.500 m2 fyrir utan íþróttaaðstöðu. Byggt er eftir tillögu sem varð í öðru sæti í samkeppni um Engjaskóla. Jafnframt samþykkir fræðsluráð að hefja skólastarf í Borgaskóla haustið 1998 fyrir 2-3 árganga í færanlegum skólastofum. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur er hér með falið að auglýsa eftir skólastjóra fyrir Borgaskóla. Samþykkt samhljóða.

7. Lagt fram, til kynningar, yfirlit yfir námskeið og fræðslufundi fyrir kennara og annað starfsfólk skóla á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, febrúar til maí 1998.

8. Lögð fram tillaga fræðslustjóra að breytingu á deildaskipan á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Samþykkt samhljóða.

9. Lagt fram erindi deildarstjóra eignadeildar, dags. 27. febrúar sl., varðandi skólaakstur nemenda grunnskóla Reykjavíkur. Samþykkt að fram fari á vegum Innkaupastofnunar Reykjavíkur útboð á skólaakstri til næstu þriggja ára.

10. Lagt fram, til kynningar, yfirlit yfir markmið í Starfsáætlun Fræðslu-miðstöðvar Reykjavíkur 1998 og ábyrgðaraðila fyrir hvert markmið.

11. Lagt fram bréf foreldra barna í Vesturbæjarskóla, dags. 11. febrúar sl., með spurningum til fræðsluráðs um fjölda stunda á stundaskrá nemenda. Fræðslustjóra falið að svara bréfinu.

12. Svanhildur Kaaber spurðist fyrir um málefni barns með lögheimili í Reykjavík sem vistast í öðru sveitarfélagi á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og hefur ekki fengið þar skólavist. Fræðslustjóri upplýsti að hún hefði ásamt félagsmálstjóra borgarinnar farið á fund formanna þriggja skólanefnda í Árnessýslu. Í kjölfar þess hefði verið farið fram á við skólanefnd Selfoss með bréfi, dags. 26. febrúar sl., að barnið fengi þar skólavist. Því erindi hefur ekki enn verið svarað.

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir
Svanhildur Kaaber Guðmundur Gunnarsson
Guðrún Pétursdóttir Hulda Ólafsdóttir