Skóla- og frístundaráð
51. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1998, mánudaginn 9. mars, kl 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 51. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Svanhildur Kaaber, Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Pétursdóttir og Kristín Dýrfjörð. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu sem ritaði fundargerð.
1. Framkvæmdastjóri ÍTR greindi frá breytingum sem eru á döfinni hjá ÍTR á þjónustu við grunnskóla í tengslum við einsetningu þeirra og lengdan skóladag.
Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, sat fund undir þessum lið.
2. Lögð fram, til kynningar, fundargerð byggingarnefndar skóla og leikskóla, dags 27. febrúar sl.
3. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra um gátlista fyrir greiningu og mat á skólanámskrá ásamt drögum að umræddum lista sem unnin voru á Fræðslumiðstöð undir leiðsögn Ingvars Sigurgeirssonar dósents í Kennaraháskóla Íslands.
Einnig lögð fram umsögn foreldraráðs Breiðholtsskóla um námsvísi skólans.
Í byrjun maí munu umsagnir Fræðslumiðstöðvar um skólanámskrár grunnskóla Reykjavíkur liggja fyrir.
Anna Kristín Sigurðardóttir sat fund undir þessum lið.
4. Lagt fram erindi forstöðumanns Tónskóla grunnskólanna í Grafarvogi, dags. 26. febrúar sl., varðandi fjárveitingar til skólans. Fræðsluráð óskar eftir upplýsingum um fjárveitingar til skólans á þessu skólaári og sl. ári.
Fundi slitið kl. 14.00
Sigrún Magnúsdóttir
Svanhildur Kaaber Guðmundur Gunnarsson
Guðrún Pétursdóttir Kristín Dýrfjörð