Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

52. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1998, mánudaginn 16. mars, kl 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Skúlatúni 2 og var þetta 52. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Svanhildur Kaaber, Guðmundur Gunnarsson, og Kristín Dýrfjörð. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes K. Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður fjármálasviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs. Frá byggingadeild borgarverkfræðings sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson, Rúnar Gunnarsson, Sighvatur Arnarsson og Ámundi Brynjólfsson. Steinunn Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur ritaði fundargerð.

Guðrún Pétursdóttir boðaði forföll.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 12. mars sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

2. Byggingamál grunnskóla. Kynning á vegum byggingadeildar borgarverkfræðings. Kynntar teikningar að viðbyggingum og breytingum við Melaskóla, Vesturbæjarskóla, Háteigsskóla, Álftamýrarskóla, Fossvogsskóla, Rimaskóla, Hvassaleitisskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Austurbæjarskóla. Fulltrúar byggingadeildar borgarverkfræðings kynntu teikningarnar.

3. Kynnt teikning að Borgaskóla. Arkitektar skólans kynntu teikningarnar

Sigbjörn Kjartansson og Sigurður Halldórsson arkitektar sátu fund undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14.25

Sigrún Magnúsdóttir
Svanhildur Kaaber Guðmundur Gunnarsson
Kristín Dýrfjörð