Skóla- og frístundaráð
56. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1998, fimmtudaginn 28. maí, kl 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 56. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Hulda Ólafsdóttir, Svanhildur Kaaber og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Steinunn Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 27. maí sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.
2. Lagt fram að nýju álit fræðslustjóra vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Borgaskóla. Formaður leggur til að Hilmar Hilmarsson verði ráðinn skólastjóri Borgaskóla. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn atkvæði Huldu Ólafsdóttur sem óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað: Í greinargerð starfsmanna Fræðslumiðstöðvar kemur fram að allir umsækjendur séu hæfir en þeir meta Hilmar Hilmarsson hæfastan vegna stjórnunarreynslu. Rétt er að geta þess að engin fulltrúi fræðsluráðs var með í viðtölum við umsækjendur. Hafdís Guðjónsdóttir hefur hins vegar meiri menntun en Hilmar og hefur sýnt í verkum sínum faglegt frumkvæði og hefur tekið háskólanámskeið í stjórnun. Í grunnskólum borgarinnar er einungis 1/3 skólastjóra konur og út frá jafnréttissjónarmiðum þarf að leiðrétta þann mun. Það er yfirlýst stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum. Hér er gullið tækifæri til þess. Legg ég því til að Hafdís Guðjónsdóttir verði ráðin í stöðuna enda talin hæf að mati starfsmanna Fræðslumiðstöðvar.
Fræðsluráð mælir með því við borgarráð að Hilmar Hilmarsson verði ráðinn í stöðu skólastjóra Borgaskóla.
3. Lögð fram kynning á umsóknum um tvær stöður aðstoðarskólastjóra, í Álftamýrarskóla og Vesturbæjarskóla. Umsækjendur um stöðu aðstoðarskólastjóra Álftamýrarskóla eru Sigurður Friðriksson kt. og Sveinn Kjartansson 200543-2039. Umsækjandi um stöðu aðstoðarskólastjóra Vesturbæjarskóla til afleysinga í eitt ár er Valgerður Janusdóttir kt. 201256-3569. Samþykkt að ráða Valgerði Janusdóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra Vesturbæjarskóla til eins árs.
4. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að frá hausti 1998 verði ráðinn nýr aðstoðarskólastjóri að Árbæjarskóla þannig að við skólann starfi tveir aðstoðarskólastjórar. Annar sinni miðstigi og yngri barna stigi og hinn unglingastigi skv. meðfylgjandi skipuriti. Tillögunni fylgir greinargerð. Samþykkt samhljóða.
4. Lagt fram lítillega breytt yfirlit yfir umsóknir um styrki úr þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur og tillaga að afgreiðslu þeirra. Úthlutun nemur 7.135.000 kr. Samþykkt samhljóða.
5. Lögð fram tillaga að úthlutun til nýbreytnistarfs í skólum, næðisstund í hádegi í 7 skólum að upphæð 4.831.678. Samþykkt samhljóða.
6. Lagt fram að nýju yfirlit yfir umsóknir úr ferðasjóði grunnskóla Reykjavíkur og tillöga að afgreiðslu þeirra. Úthlutun nemur 735.000 kr. Samþykkt samhljóða.
7. Lögð fram til kynningar könnun Félagsvísindastofnunar fyrir SAMFOK. Fræðsluráð lýsir yfir þakklæti til SAMFOKS fyrir að leggja út í að gera svo viðamikla könnun.
8. Lagðar fram tillögur vinnuhóps um Safamýrarskóla og Lyngáss ásamt greinargerð um starfsemi Safamýrarskóla og Lyngáss. Frestað.
9. Lagt fram erindi forstöðumanns fjármálasviðs um áframhaldandi tilraun með starf skólaliða. Tilraunin mun þá ná yfir 6 skóla alls. Samþykkt samhljóða.
10. Lagt fram til kynningar yfirlit um kennaramál sem afgreidd hafa verið af starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 14.15
Sigrún Magnúsdóttir
Svanhildur Kaaber Guðrún Pétursdóttir
Hulda Ólafsdóttir