Skóla- og frístundaráð
Leikskólaráð
Ár 2009, 28. janúar kl. 14:00 var haldinn 50. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Fanný Gunnarsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Einar Örn Ægisson, Oddný Sturludóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sátu fundinn Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi F- lista, Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum og Ólöf Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Laura Bergs.
Þetta gerðist:
1. Kynnt voru tvö verkefni sem hlutu hvatningarverðlaun leikskólaráðs árið 2008.
a) Hulda Sverrisdóttir verkefnisstjóri og Sigrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri á Hofi kynntu verkefnið Dans – Hreyfing – Tónlist.
b) Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólastjóri í Reynisholti kynnti lífsleikniverkefnið Líf og leikni.
Bókun leikskólaráðs:
Leikskólaráð færir þeim Huldu, Sigrúnu og Sigurlaugu þakkir fyrir afar fróðlegar kynningar og óskar starfsfólki leikskólanna Hofs og Reynisholts alls góðs í störfum sínum í framtíðinni.
2. Framhald umfjöllunar um gjaldskrá leikskóla frá síðasta fundi ráðsins.
3. Mannauðs- og starfsmannamál leikskóla. Frestað á síðasta fundi ráðsins.
Lagt fram minnisblað starfsmannastjóra vegna fyrirspurna fulltrúa Samfylkingar um málið. Starfsmannastjóri gerði nánar grein fyrir málinu. Umfjöllun verður fram haldið síðar.
4. Lagðar fram tillögur úthlutunarnefndar um styrki leikskólaráðs 2009.
Formaður úthlutunarnefndar gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og svaraði fyrirspurnum.
Lagt til að eftirtaldir aðilar hljóti almenna styrki leikskólaráðs:
Skóli Nafn umsækjenda Heiti verkefnis Markmið verkefnis Upphæð
RannUng: Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna Jóhanna Einarsdóttir Auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna. Að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna og vera vettvangur fræðaþróunar á því sviði. 1.200.000
Myndlistaskólinn í Reykjavík Þorbjörg Þorvaldsdóttir Samstarf myndlistaskóla og leikskóla. Framhaldsumsókn: Leikskólabörn vinni skapandi starf með fjölbreyttan og óvæntan efnivið undir leiðsögn listamanna. Opna hug og augu barna fyrir daglegu umhverfi, veita innsýn í skapandi starf, auðga starf leikskólans og þróa kennslu 3-5 ára barna innan Myndlistaskólans í Reykjavik. 2.000.000
Afmæli átta leikskóla. 380.000
Steinahlíð 60 ára 80.000
Árborg 40 ára 60.000
Holtaborg 40 ára 60.000
Skógarborg 40 ára 60.000
Suðurborg 30 ára 50.000
Öldukot 20 ára 40.000
Sjónarhóll 10 ára 30.000
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að eftirtaldir aðilar hljóti styrk úr þróunarsjóði leikskólaráðs:
Skóli Nafn umsækjenda Heiti verkefnis Markmið verkefnis Upphæð
Bakkaborg Elín Erna Steinarsdóttir Gleði, vinátta, virðing, góð samskipti undirstaða árangurs. Efla samskipti í leikskólanum til að auka starfsgleði og árangur leikskólastarfsins. Einnig að efla sjálfstraust , áræðni og tilfinningagreind til að auka frumkvæði, sköpun og virkni í starfi. 350.000
Sæborg Soffía Þorsteinsdóttir Mín leið. Framhaldsumsókn: Einstaklingsáætlun fyrir hvert barn, endurspegla alhliða þroska barnsins og stuðla að góðri samskiptaleið á milli foreldra og leikskólans. 200.000
Sæborg Kristín Hildur Ólafsdóttir Að skapa heiminn. Þróa samvinnu milli leikskóla sem starfa samkvæmt hugmyndum Reggio Emilia og stuðla að faglegri umræðu. 750.000
Laufásborg Jensína E. Hermannsdóttir Náttúra og list í borgarumhverfi: Útikennsla og foreldrasamvinna. Efla heilsu og þroska barna í Laufásborg með náttúrulegu útisvæði, efla listsköpun, þróa óhefðbundna kennsluhætti, auka virðingu fyrir umhverfinu og efla foreldrasamvinnu. 250.000
Bakki Ingibjörg E. Jónsdóttir Uss, ekki trufla mig! Þróa könnunarleik yngstu barnanna og vekja athygli á óhefðbundnum efnivið, gera handbók um könnunarleikinn, virkja foreldra til að skoða leik barnsins heimavið. 200.000
Ægisborg Ásmundur K. Örnólfsson Samstarf Ægisborgar og KR: Hreyfing, leikur, heilsubót. Framhaldsumsókn: Auka hreyfingu barna, gera börn meðvituð um hreyfingu og gildi hennar, stuðla að heilsubót og forvörnum. 300.000
Laufskálar (ásamt Klettaborg, Fífuborg, Brekkuborg, Sunnuborg Hálsakoti) Halldóra Pétursdóttir Rýnt í eigin rann. Skoða hvernig innra mat fer fram í þátttökuskólunum, hvernig starfsmenn stunda sjálfsmat, hvaða viðmið eru lögð til grundvallar við mat og hvernig unnið er að úrbótum að loknu mati. 400.000
Sunnuborg, Laugaborg Hrefna Sigurðardóttir Leikið og lært í Laugardal. Framhaldsumsókn: Samvinna Sunnuborgar, Laugaborgar og Grasagarðs Reykjavíkur um að efla útikennslu í leikskólunum svo börn tengist náttúrunni og fái aukna umhverfisvitund. 450.000
Rauðhóll Guðrún Sólveig Vignisdóttir Leikglaðir Norðlingar á leið um lífið. Framhaldsumsókn: Hvað einkennir samfélagið í Norðlingaholti og hvernig geta skólarnir á Holtinu sett mark sitt á það og einkennt sig í því umhverfi. 400.000
Berg Tatiana K. Dimitrova Íþróttaálfar á Álfasteini. Hafa skipulagða, markvissa og reglulega íþrótta-, jóga- og danskennslu. Efla heilsu barnanna, foreldra og starfsfólks. Bæta hreyfiþroska og sjálfsímynd og minnka streitu. Kenna börnunum samvinnu, jafnræði, tjáningarfrelsi og fleira í gegnum íþróttaiðkun. 300.000
Hálsaborg, Jöklaborg, Seljaborg, Hálsakot og Seljakot Ólöf Helga Pálmadóttir Á vit djúphyggjunnar. Endurskoða samstarf leik- og grunnskóla í Seljahverfi í ljósi nýlegra rannsókna. 700.000
Mennta-vísindasvið Háskóla Íslands Jóhanna Einarsdóttir Raddir barna. Framhaldsumsókn: Rannsaka viðhorf og hugmyndir ungra barna um daglegt líf þeirra og skólagöngu. Þróa aðferðir til slíkra rannsókna. 1.000.000
Garðaborg, Rauðhóll, Klambrar og Brákarborg Kristín Einarsdóttir Þróun lýðræðislegrar námskrár og mats fyrir Bugðu-leikskólana. Styrkja sameiginlegan grunn Bugðu-leikskólana, þróa sameiginlega námskrá og matsaðferðir og tengja fræðasamfélagið betur við starfsvettvanginn með aðkomu RannUng. 700.000
Fellaborg Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir Foreldrasamstarf í Fellaborg. Gera samstarf leikskólans og foreldra sýnilegra. 400.000
samtals 6.400.000
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt leikskólaráðs:
Leikskólaráð felur sviðsstjóra að gera þjónustusamninga annars vegar við KHÍ vegna rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og hins vegar við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Bókun leikskólaráðs:
Ánægjulegt er hve margir leikskólar hljóta styrki leikskólaráðs nú. Verkefnin eru bæði fjölbreytt og metnaðarfull og leikskólaráð óskar styrkþegum velgengni við störf sín í framtíðinni.
Úthlutunarnefnd um styrki leikskólaráðs eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf.
Fulltrúi Vinstri grænna vék af fundi undir þessum lið.
5. Sumarleyfi leikskóla 2009.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að stjórnandi hvers leikskóla ákveði hvort leikskólinn verði opinn allt sumarið eða að loki í tvær til fjórar vikur samfellt á tímabilinu 22. júní til 21. ágúst 2009. Sumarlokun leikskólans verði ákveðin að höfðu samráði við starfsmenn og foreldraráð viðkomandi leikskóla. Í þeim leikskólum þar sem framkvæmdir fara fram verði tekið mið af þeim. Lagt er til að í hverjum borgarhluta verði a.m.k. einn leikskóli opinn allt sumarið sem úrræði fyrir þá foreldra sem ekki geta tekið sumarleyfi þegar leikskóli barna þeirra lokar. Sú meginregla gildir að barn skal taka fjögurra vikna sumarleyfi í tengslum við sumarlokun leikskólans en leikskólastjórar sýni sveigjanleika eftir því sem tök eru á.
Tillagan var samþykkt samhljóða að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu.
6. Lögð fram skýrslan Samstarf leikskóla og Myndlistaskóla 2007-2008.
7. Formaður kynnti drög að tillögu sem lögð verður fram í borgarstjórn um mótun nýrrar menntastefnu fyrir Reykjavíkurborg .
8. Formaður greindi frá því Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu sæti nú sinn síðasta fund í leikskólaráði að sinni. Hildur mun sinna verkefnum í menntamálaráðuneyti næstu mánuði og henni er óskað velfarnaðar í starfi sínu þar.
Fundi slitið kl. 16.20
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Einar Örn Ægisson Fanný Gunnarsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Hermann Valsson Oddný Sturludóttir