Skóla- og frístundaráð
57. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1998, föstudaginn 5. júní, kl 10.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 57. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Hulda Ólafsdóttir, Svanhildur Kaaber og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristín G. Andrésdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Steinunn Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.
2. Lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar skólastjóra Háteigsskóla, ásamt bréfi frá stjórn foreldrafélags skólans. Fræðsluráð mælir með því við borgarráð að Ásgeir Beinteinsson kt. verði ráðinn skólastjóri Háteigsskóla.
3. Lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra Álftamýrarskóla ásamt áliti skólastjóra skólans og áliti kennararáðs. Samþykkt að ráða Svein Kjartansson aðstoðarskólastjóra Álftamýrarskóla.
4. Lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra Ártúnsskóla þar sem fram kemur álit kennararáðs og skólastjóra. Samþykkt að ráða Rannveigu Andrésdóttur kt. aðstoðarskólastjóra Ártúnsskóla.
5. Lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra Grandaskóla þar sem fram kemur álit kennararáðs og skólastjóra. Samþykkt að ráða Ingu Sigurðardóttur kt. aðstoðarskólastjóra Grandaskóla.
6. Lögð fram kynning á umsóknum um stöðu aðstoðarskólastjóra Háteigsskóla. Umsækjendur eru Auður Hrólfsdóttir kt. og Þórður Garðar Óskarsson 010255-5469.
7. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustusviðs vegna Dalbrautarskóla ásamt greinargerð um stöðu skólans. Fræðsluráð samþykkir að gerð verði úttekt á starfsemi Dalbrautarskóla og tengslum skólans við Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kjölfar þeirra breytinga sem nú eru að verða á starfsemi deildarinnar. Farið verði þess á leit við Rannsóknarstofnun KHÍ að vinna verkið og skila því fyrir lok október nk.
8. Lagðar fram óskir þriggja aðstoðarskólastjóra um fastráðningu. Samþykkt að fastráða Ásu Kristínu Jóhannsdóttur kt. aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla og Ingibjörgu Möller kt. og Kristján Sigfússon aðstoðarskólastjóra Hlíðarskóla en þau gegna því starfi að hálfu hvort um sig.
9. Lagðar fram að nýju tillögur vinnuhóps um Safamýrarskóla og Lyngás ásamt greinargerð um starfsemi Safamýrarskóla og Lyngáss Fræðsluráð tekur undir eftirfarandi tillögur vinnuhóps um starfsemi Safamýrarskóla og Lyngáss:
1. Safamýrarskóli verði einsetinn frá og með hausti 1998, enda verði ekki um skerta þjónustu að ræða fyrir nemendur. Ef ekki reynist unnt að leysa þau vandamál sem fyrir hendi eru fyrir haustið, verður að skapa aðstæður til þess að hægt sé að einsetja skólann frá og með hausti 1999. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur mun í samstarfi við skólastjórnendur skólans útfæra einsetninguna. Haft verði samráð við forstöðumann Lyngáss og stjórnendur Styrktarfélagsins um framkvæmdina.
2. Skipuð verði nefnd fulltrúa frá Reykjavíkurborg, félagsmálaráðuneyti og Styrktarfélagi vangefinna sem hafi það hlutverk að skoða kosti og galla þess að sameina Safamýrarskóla og Lyngás undir stjórn eins rekstraraðila. Nefndin komi með rökstudda tillögu um málið. Starfi nefndarinnar verði lokið fyrir næstu áramót.
Svanhildur Kaaber óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað: Ég styð heils hugar tillöguna sem fram kemur í skýrslunni um að einsetja skuli Safamýrarskóla. Ég tel hins vegar afar hæpið að taka í júnímánuði ákvörðun um að einsetja skólann frá og með næsta hausti - einkum og sér í lagi þar sem ekki liggja fyrir útfærðar lausnir á því hvernig nemendum Safamýrarskóla verði tryggð gæsla og umönnun utan skólatíma eins og þessir nemendur hafa haft og öðrum grunnskólanemendum er boðin í tengslum við skólana í borginni. Ég tel einnig að nú þegar tillögur liggja fyrir um að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Lyngáss eigi að taka starf Öskjuhlíðarskóla inn í þá umfjöllun og leita þannig leiða til að geta boðið breiðum hópi fatlaðra grunnskólanemenda sem stunda nám í Reykjavík kennslu og námsaðstöðu við hæfi. Að lokum tel ég mikilvægt að nefnd sem fjalla skal um þessi mál á næstunni verði auk þeirra aðila sem taldir eru í tillögum vinnuhópsins skipuð fulltrúa frá Landssamtökunum Þroskahjálp sem eru heildarsamtök sérfélaga sem bera hagsmuni fatlaðs fólks, ekki síst ungmenna, fyrir brjósti. Ég mælist til þess að samtökunum Þroskahjálp verið boðið að tilnefna fulltrúa sinn í vinnuhópinn, þar sem málið varðar félagsmenn margra sérfélaga fatlaðra.
10. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs varðandi færanlegar kennslustofur skólaárið 1998-1999. Óskir hafa komið frá skólunum um yfir 20 færanlegar kennslustofur næsta skólaár, þar af 6-8 fyrir nýjan skóla, Borgaskóla. Færa þarf stofur á milli skóla til að koma til móts við brýnustu þarfir. Ljóst er að til ráðstöfunar eru 10-12 stofur. Vísað til fræðslustjóra og byggingadeildar borgarverkfræðings að skipuleggja niðurröðun á lausum stofum fyrir næsta skólaár. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs varðandi færanlegar kennslustofur skólaárið 1998-1999.
11. Formaður þakkaði fræðsluráði, áheyrnarfulltrúum og embættismönnum gott samstarf á liðnu kjörtímabili. Sömuleið báru aðrir fulltrúar í ráðinu fram þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og fræðslustjóri þakkað gott samstarf fyrir hönd starfsmanna Fræðslumiðstöðvar.
Fundi slitið kl. 12.05
Sigrún Magnúsdóttir
Svanhildur Kaaber Guðrún Pétursdóttir
Hulda Ólafsdóttir