Skóla- og frístundaráð
58. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1998, mánudaginn 22. júní, kl 10.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 58. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs og Steinunn Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní sl. vegna kjörs fulltrúa í fræðsluráð. Eftirtaldir fulltrúar voru kjörnir: Sigrún Magnúsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir af R lista og Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds af D lista. Til vara voru kjörin: Guðrún Erla Geirsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson og Árni Þór Sigurðsson af R lista og Bryndís Þórðardóttir og Margrét Theódórsdóttir af D lista. Formaður var kjörinn Sigrún Magnúsdóttir.
2. Lagt fram bréf Samfoks, dags. 17. júní sl., þar sem greint var frá kjöri Óskars Ísfelds Sigurðssonar sem áheyrnarfulltrúa Samfoks í fræðsluráði.
3. Formaður bauð nýtt fræðsluráð velkomið til starfa, sérstaklega nýja fulltrúa.
4. Fræðslustjóri bauð fræðsluráð velkomið í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og fylgdi úr hlaði gögnum sem dreift var til nýrra fræðsluráðsfulltrúa.
5. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu markmiða Starfsáætlunar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur árið 1998, dags. 19. júní sl.
6. Lögð fram til kynningar greinargerð forstöðumanns fjármálasviðs um fjárhagsstöðu fræðslumála 31.05.1998, dags. 19. júní sl.
7. Formaður kynnti skipan bygginganefndar skóla og leikskóla en hana skipa af hálfu Reykjavíkurlista formaður fræðsluráðs og formaður stjórnar Dagvistar barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greindu frá því að af þeirra hálfu skipaði Guðrún Pétursdóttir sæti í nefndinni.
8. Formaður ræddi skipan í stjórn Vinnuskólans og dómnefnd um barnabókaverðlaun fræðsluráðs sem veitt eru síðasta vetrardag ár hvert.
9. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. júní sl., varðandi námskeið fyrir skólanefndir sem sambandið hyggst standa fyrir. Fræðslustjóra falið að ræða við Sambandið um skipulag námskeiðs fyrir fulltrúa í fræðsluráði Reykjavíkur.
10. Lögð fram til kynningar samantekt á heildarkennslumagni skólaársins 1998-1999 skv. úthlutun 12. júní 1998 ásamt spá um þörf borgarinnar á nýjum kennurum fram til ársins 2001 og yfirliti yfir færanlegar kennslustofur skólaárið 1998-1999.
11. Lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar í stöðu aðstoðarskólastjóra við Háteigsskóla ásamt tillögu skólastjóra og umsögn kennararáðs Háteigsskóla. Frestað.
12. Lögð fram kynning á umsækjendum um stöðu skólastjóra Vogaskóla. Umsækjendur eru: Arndís Björnsdóttir kt. 260845-4119, Auður Hrólfsdóttir kt. 290355-5509, Björn Magnús Björgvinsson kt. 021053-7599, Grímur Bjarndal Jónsson kt. 250645-2799, Guðbjörg Halldórsdóttir kt. 080150-4159, Hjálmfríður Sveinsdóttir, kt. 021248-2159, Hólmfríður G. Guðjónsdóttir kt. 030461-3639, Kristján Þormar Gíslason kt. 220855-3929, Sigurður Friðriksson kt. og Svanhildur María Ólafsdóttir kt. 131253-3549.
13. Lögð fram greinargerð skólastjóra Dalbrautarskóla vegna erindis tveggja fyrrverandi skólastjóra Dalbrautarskóla til menntamálaráðherra, dags. 16. júní sl., ásamt minnisblaði deildarstjóra starfsmannadeildar varðandi fastráðningu skólastjóra. Frestað.
14. Lagt fram til kynningar yfirlit um kennaramál sem afgreidd hafa verið af starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
Fundi slitið 12.10
Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Eyþór Arnalds Guðrún Pétursdóttir