Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

60. fundur

Fræðsluráð

Ár 1998, mánudaginn 27. júlí, kl. 12:00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 60. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur Einnig sat fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, sem ritaði fundargerð. Óskar Ísfeld Sigurðsson fulltrúi Samfoks boðaði forföll.

1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. júní sl., sem staðfesti ráðningu Guðbjargar Halldórsdóttur í stöðu skólastjóra Vogaskóla.

2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. júní sl., um heimild borgarráðs á fjölgun lausra kennslustofa við grunnskóla Reykjavíkur.

3. Lagt fram bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14. júlí sl., vegna tilnefningar í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur. Einnig lagðar fram starfsreglur Vinnuskóla Reykjavíkur. Fræðsluráð tilnefnir Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem fulltrúa fræðsluráðs í stjórn Vinnuskólans.

4. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 20. júlí sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

5. Lagt fram yfirlit yfir umsækjendur um stöðu aðstoðarskólastjóra við Borgaskóla sem auglýst var laus til umsóknar 12. júní sl. Einnig lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra að Borgaskóla ásamt tillögu skólastjóra skólans. Samþykkt að ráða Árdísi Ívarsdóttur, kt. 270154-2479, aðstoðarskólastjóra Borgaskóla.

6. Lagt fram yfirlit yfir umsækjendur um stöðu aðstoðarskólastjóra á unglingastigi við Árbæjarskóla sem auglýst var laus til umsóknar 7. júní sl. Einnig var lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra að Árbæjarskóla ásamt tillögu skólastjóra og áliti kennararáðs. Samþykkt að ráða Ingvar Einarsson, kt. 070348-2929, í stöðu aðstoðarskólastjóra Árbæjarskóla.

7. Lagt fram yfirlit yfir umsækjendur um stöðu aðstoðarskólastjóra við Klébergsskóla sem auglýst var laus til umsóknar 7. júní sl. Einnig lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra að Klébergsskóla ásamt tillögu skólastjóra og áliti kennararáðs. Samþykkt að ráða Snorra Hauksson, kt. 200750-2769, í stöðu aðstoðarskólastjóra Klébergsskóla.

8. Lagt fram bréf frá undirbúningsnefnd ráðstefnu sem haldin verður á vegum Háskólans á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Skólaþjónustu Eyþings og Gæðastjórnunarfélags Norðurlands. Ráðstefnan ber yfirskriftina Að hvaða árangri er stefnt í skólastarfi?

9. Lögð fram viljayfirlýsing milli ÍTR og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um samvinnu sem undirrituð var 20. júlí sl. Einnig lagðir fram til kynningar húsnæðis- og rekstrarsamningar milli ÍTR og Fræðslumiðstöðvar um húsnæði Foldaskóla og Fjörgynjar og Rimaskóla og Sigynjar sem undirritaðir voru sama dag.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 23. júlí sl. um tilnefningu fulltrúa fræðsluráðs í skólanefnd Klébergsskóla og leikskólans Kátakots.

11. Lagt fram til kynningar yfirlit um kennaramál sem afgreidd hafa verið af starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.

12. Formaður lagði til að fræðsluráð héldi kynningar- og vinnufund snemma í haust. Ákveðið að halda slíkan fund á Fræðslumiðstöð, fimmtudaginn 24. september nk. kl. 12:00 – 17:00.

Fundi slitið kl. 14:00

Sigrún Magnúsdóttir

Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Eyþór Arnalds Guðrún Pétursdóttir