Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

61. fundur

Fræðsluráð

Ár 1998, mánudaginn 10. ágúst, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 61. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét S. Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi Samfoks, og Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sat fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri sem ritaði fundargerð.

1. Lögð fram drög að áætlun yfir fundi fræðsluráðs út árið. Þau samþykkt með fyrirvara um breytingar ef þurfa þykir. Einnig samþykkt að fara í heimsóknir í skóla þá mánudaga sem ekki eru fundir í fræðsluráði eða bygginganefnd skóla. Farið verður í slíkar heimsóknir 28. sept., 26. okt. og 23. nóv. nk. 2. Kosning fulltrúa fræðsluráðs í skólanefnd Klébergsskóla og leikskólans Kátakots. Fræðsluráð leggur til við borgarráð að Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, verði fulltrúi ráðsins í skólanefnd Klébergsskóla og leikskólans Kátakots og að Margrét Björnsdóttir verði varamaður hennar. 3. Lagt fram yfirlit yfir umsækjendur um stöðu aðstoðarskólastjóra við Fellaskóla sem auglýst var laus til umsóknar 8. júlí sl. Einnig lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra að Fellaskóla ásamt tillögu skólastjóra og áliti kennararáðs. Samþykkt að ráða Hildi Harðardóttur, kt. 251152-4389, aðstoðarskólastjóra að Fellaskóla. 4. Lagt fram til kynningar yfirlit um kennaramál sem afgreidd hafa verið af starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Einnig lögð fram tillaga deildarstjóra starfsmannadeildar um fastráðningu Gríms Bjarndal Jónssonar, kt. 250645-2799, í stöðu aðstoðarskólastjóra í Seljaskóla frá 1. ágúst 1998. Samþykkt. Rætt um stöðu ráðninga í lausar stöður. Fræðslustjóri upplýsti að enn væru tæplega 50 stöður lausar við grunnskóla Reykjavíkur. 5. Lögð fram til kynningar drög að formi á þjónustusamningi milli Fræðslumiðstöðvar annars vegar og einkarekinna grunnskóla hins vegar. Fræðsluráð lýsir sig sammála fyrirliggjandi drögum að þjónustusamningi milli Fræðslumiðstöðvar og einkarekinna grunnskóla. Jafnframt lögð fram tillaga um hækkun á styrk til einkarekinna grunnskóla. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum að styrkur til einkarekinna grunnskóla miðist við að framlag borgarinnar verði kr. 120.000 pr. nemanda með lögheimili í Reykjavík. Fulltrúar minnihluta óskuðu eftir að á næsta fundi fræðsluráðs liggi fyrir meðalkostnaður á nemanda í grunnskólum Reykjavík og forsendur útreikninga sem liggja til grundvallar framlagi til einkaskóla. 6. Lögð fram til kynningar og umræðu skýrsla um hugsanlegan flutning forskóla tónlistarskóla inn í grunnskóla Reykjavíkur tekin saman af undirnefnd á vegum nefndar um málefni tónlistarskóla og skólahljómsveita. 7. Fræðslustjóri dreifði til kynningar yfirliti yfir fundi með skólastjórum skólaárin 1996-97 og 1997-98 þar sem fram kemur dagsetning þeirra, fundarstaður og fundarefni. Hún bauð fulltrúa í nýju fræðsluráði velkomna á fyrsta fund þessa skólaárs sem haldinn verður fimmtudaginn 20. ágúst nk. í húsnæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár, en fræðslusetur Rafmagnsveitunnar, Rafheimar, verður kynnt í lok fundarins.

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir

Margrét Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Eyþór Arnalds