Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

64. fundur

Fræðsluráð

Ár 1998, mánudaginn 21. september, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 64. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Margrét Theódórsdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi Samfoks, og Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs og Sigurður Þór Jóhannesson, skjalavörður Fræðslumiðstöðvar, sem ritaði fundargerð.

1. Lagðar fram embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði. 2. Lagðar fram fundargerðir byggingarnefndar skóla frá 17. ágúst og 14. sept. sl. 3. Lögð fram tillaga forstöðumanns fjármálasviðs um haustúthlutun styrkja til tónlistarskóla. Nýi músíkskólinn 300 þús. Nýi söngskólinn Hjartansmál 150 þús. Tónskóli Guðmundar 150 þús. Samtals: 600 þús. Að auki er lagt til að gerður verði samningur við Tónlistarskólann Do Re Mi fyrir skólaárið 1998-99 sem byggi á sambærilegu umfangi skólans og á síðustu vorönn. Samþykkt. 4. Lögð fram tillaga að dagskrá námskeiðs fyrir fulltrúa í fræðsluráði á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, 19. október nk. kl. 14.15 - 16:15. Samþykkt. 5. Lögð fram tillaga að dagskrá heimsókna fræðsluráðs í skóla mánudaginn 28. sept. nk. Samþykkt. 6. Lögð fram tillaga að dagskrá vinnufundar fræðsluráðs 24. sept. nk. Samþykkt. 7. Tilnefningar í dómnefnd um barnabókaverðlaun fræðsluráðs. Frestað. 8. Lögð fram skýrsla um almenna úttekt á lengdri viðveru í grunnskólum Reykjavíkur sem unnin var á Fræðslumiðstöð. Forstöðumaður þróunarsviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úttektarinnar. 9. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs um máltíðir fyrir nemendur í hádegishléi. Umræðum frestað. 10. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir kennaramál sem afgreidd hafa verið af starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Einnig lagt fram minnisblað frá deildarstjóra starfsmannadeildar um kennararáðningar nú í haust og menntun leiðbeinenda. Lagt fram yfirlit yfir kennara sem óskað hafa eftir skipun í starf á árinu 1998. Fræðslumiðstöð falið að gera tillögu um afgreiðslu málsins. Ingunn Gísladóttir, deildarstjóri starfsmannadeildar, sat fund undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir

Margrét Björnsdóttir Margrét Theódórsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Eyþór Arnalds