Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

65. fundur

Fræðsluráð

Ár 1998, mánudaginn 5. október, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í fundarsal Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og var þetta 65. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét S. Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Margrét Theodórsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi Samfoks, og Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs og Sigurður Þór Jóhannesson, skjalavörður Fræðslumiðstöðvar, sem ritaði fundargerð.

1. Formaður vakti athygli á kynningu í Hafnarhúsinu nk. föstudag 9. október, þar sem m.a. verður afhent Atvinnulífsmappa vegna Árs hafsins.
2. Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir nemenda- og deildafjölda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 1998-1999 sem lýsir stöðunni í október 1998. Þar kemur fram að heildarfjöldi nemenda í almennum skólum, sérskólum og einkaskólum er 14.856 nemendur. Það er nemendafjölgun upp á um 170 nemendur frá sama tíma í fyrra að Klébergsskóla meðtöldum. Einnig kom fram að nemendur í almennum grunnskólum með lögheimili utan Reykjavíkur eru 320.
3. Framhald vinnu af vinnufundi fræðsluráðs sem haldinn var í fundarsal Fræðslumiðstöðvar 24. september sl. og stóð frá 12.00-17.00. Þar gerðu sviðsstjórar grein fyrir helstu verkefnum á sínu sviði og fræðslustjóri gerði grein fyrir starfsáætlun og vinnu við hana. Síðan fór fram hugarflug um eftirtalda flokka: Næðisstund með mat, tómstundastarf, tölvumál, fjármál og stjórnun skóla.

Nú var fjallað um sérúrræði, þróunarmál og tengsl skóla út á við.
4. Samantekt. Fræðsluráð forgangsraðaði tillögum um viðbætur.

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir

Margrét Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Margrét Theodórsdóttir