Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2009, 14. janúar kl. 14.00 var haldinn 49. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Fanný Gunnarsdóttir, Helga Kristín Auðunsdóttir, Einar Örn Ægisson, Oddný Sturludóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sátu fundinn Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi F- lista, Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum og Ólöf Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Laura Bergs.

Þetta gerðist:

1. Formaður bauð velkominn nýjan áheyrnarfulltrúa starfsmanna í leikskólum, Halldóru Guðmundsdóttur, sem nú sat sinn fyrsta fund í ráðinu. Jafnframt þakkaði hann Maríu Steindórsdóttur, fráfarandi áheyrnarfulltrúa fyrir góð störf í leikskólaráði.

2. Kynnt voru tvö verkefni sem hlutu hvatningarverðlaun leikskólaráðs 2008.
a) Rannveig J. Bjarnadóttir, leikskólastjóri í Gullborg kynnti samstarfsverkefni leikskólans og samtakanna Blátt áfram.
b) Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri og Hildur Anna Hilmarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Nóaborg kynntu verkefnið Skilaboðaskjóðan sem er samstarfsverkefni leikskólanna Klambra, Nóaborgar og Stakkaborgar og Háteigsskóla.
Bókun leikskólaráðs:
Leikskólaráð færir starfsmönnum Gullborgar og Nóaborgar þakkir fyrir afar fróðlegar kynningar og óskar þeim alls góðs í störfum sínum í framtíðinni.

3. Að beiðni fulltrúa Samfylkingar í ráðinu voru lagðar fram upplýsingar um aðkomu velferðarsviðs að greiðslu leikskólagjalda.
Ella Kristín Karlsdóttir, félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts sat fundinn undir þessum lið og gerði nánar grein fyrir málinu.

4. Lagðar fram hugmyndir að gjaldskrá leikskóla vegna viðbótarstundar.
Umfjöllun verður fram haldið á næsta fundi.

5. Lögð fram drög að endurskoðaðri menningarstefnu Reykjavíkurborgar með athugasemdum leikskólasviðs við drögin.
Athugasemdir leikskólasviðs voru samþykktar samhljóða.

6. Lagt fram yfirlit yfir þá starfshópa leikskólaráðs sem eru að störfum.

7. Fulltrúar Samfylkingar óskuðu eftir umræðu um mannauðs- og starfsmannamál leikskóla.
Frestað.

Fundi slitið kl. 16.00

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Einar Örn Ægisson Fanný Gunnarsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Hermann Valsson Oddný Sturludóttir