Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

67. fundur

Fræðsluráð

Ár 1998, mánudaginn 2. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 67. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét S. Björnsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Guðrún Pétursdóttir og Margrét Theodórsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Jónsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi Samfoks, og Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs og Sigurður Þór Jóhannesson, skjalavörður Fræðslumiðstöðvar, sem ritaði fundargerð.

1. Kynnt ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1998.
2. Lagt fram bréf fræðslustjóra um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, dagsett 30. okt. sl.
3. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar skóla frá 12. okt. sl.
4. Húsbúnaður í skólum.
Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar sagði frá starfi nefndar þar um o.fl.
Dóra Hansen innanhússarkitekt kynnti niðurstöður athugunar sem hún hefur gert á húsbúnaði í skólum.
Lagt fram bréf skólastjóra Hólabrekkuskóla um búnaðarmál skólans.
Erindinu vísað til byggingarnefndar skóla.
Dóra Hansen, innanhússarkitekt, Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri, og Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri, sátu fund undir þessum lið.
5. Lagt fram bréf frá skólastjóra Rimaskóla um vínveitingar í móttöku vegna Árs hafsins.
Fræðsluráð tekur undir orð bréfritara um að þar sem nemendur eru viðstaddir eigi ekki að hafa áfengi um hönd.
6. Fræðslustjóri og forstöðumaður fjármálasviðs kynntu fjárhagsramma Fræðslumiðstöðvar og vinnu við starfsáætlun fyrir árið 1999.
Margrét Theodórsdóttir vék af fundi eftir þennan lið.
7. Lögð fram tillaga Fræðslumiðstöðvar að hækkun gjaldskrár í lengdri viðveru.
Frestað.

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir
Árni Þór Sigurðsson Margrét Theodórsdóttir