Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

68. fundur

Fræðsluráð

Ár 1998, mánudaginn 16. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 68. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét S. Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi Samfoks. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ingþór Eiríksson, deildarstjóri fjárhagsdeildar, og Sigurður Þór Jóhannesson, skjalavörður Fræðslumiðstöðvar, sem ritaði fundargerð.

1. Starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1999. Forstöðumaður þróunarsviðs og deildarstjóri fjárhagsdeildar á Fræðslumiðstöð gerðu grein fyrir helstu atriðum.

Fulltrúar D-lista óskuðu bókað: Í tengslum við umræðu í fræðsluráði um launakjör skólastjórnenda og kennara í Reykjavík telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins brýnt að gera samanburð á kjörum kennara og skólastjórnenda í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Ætla má að kennaraskortur í Reykjavík endurspegli lakari kjör kennara þar en í nálægum sveitarfélögum sem laðað hafa til sín kennara frá Reykjavík að undanförnu. Staðreyndirnar þurfa að liggja á borðinu til að fræðsluyfirvöld í Reykjavík geti brugðist rétt við og bætt samkeppnisstöðu borgarinnar.

Fundi slitið kl. 14.15

Sigrún Magnúsdóttir

Margrét Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Eyþór Arnalds