Skóla- og frístundaráð
69. fundur
Fræðsluráð
Ár 1998, mánudaginn 23. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 69. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ingþór Eiríksson, deildarstjóri fjárhagsdeildar og Sigurður Þór Jóhannesson, skjalavörður Fræðslumiðstöðvar, sem ritaði fundargerð. Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi Samfoks, boðaði forföll.
1. Formaður kynnti nýjan fulltrúa frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðbjörgu Þórisdóttur, og bauð hana velkomna. Jafnframt færði formaður Guðmundi Sighvatssyni, fyrrverandi áheyrnarfulltrúa skólastjóra, þakkir fyrir góða samvinnu. 2. Lagt fram bréf fræðslustjóra um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, dags. 20. nóv. 1998. 3. Starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1999. Fræðslustjóri kynnti áætlunina. Forstöðumaður fjármálasviðs fór yfir fjárhagsrammann. Forstöðumaður þróunarsviðs kynnti helstu atriði úr kafla um tölfræðilegar upplýsingar. Fræðsluráð samþykkir starfsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til borgarráðs. 4. Lögð fram eftirfarandi tillaga um gjaldskrárhækkun lengdrar viðveru, sem kynnt var á 67. fundi: Lagt er til að gjaldskrá lengdrar viðveru hækki í tveimur áföngum á árinu 1999. Fyrri áfanginn verði 1.1.1999 þegar gjald fyrir hverja dvalarststund í lengdri viðveru hækki úr 110 í 150 kr. Síðari áfanginn verði 1.9.1999 þegar gjald fyrir hverja dvalarstund hækki í 200 kr. í einsetnum skólum sem bjóða upp á hádegisstund (næðisstund). Hámarksgjald í lengdri viðveru hækki úr 6.500 kr. 1.1.1999 í 8.500 kr. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til borgarráðs. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá.
Margrét Björnsdóttir vék af fundi kl. 13.30.
Fundi slitið kl. 14.00
Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir