Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

70. fundur

Fræðsluráð

Ár 1998, mánudaginn 30. nóvember, kl. 12.00, héldu fræðsluráð Reykjavíkur og bygginganefnd skóla fund í Skúlatúni 2 og var þetta 70. fundur fræðsluráðs. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét S. Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi Samfoks, og Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar og Sigurður Þór Jóhannesson, skjalavörður Fræðslumiðstöðvar, sem ritaði fundargerð. Auk þess sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson og Sighvatur Arnarson, byggingadeild borgarverkfræðings.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 27. nóv. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.
2. Lögð fram fundargerð bygginganefndar skóla frá 5. nóv. sl.
3. Lögð fram skýrslan Mötuneytiseldhús fyrir skólamáltíðir nemenda í grunnskólum Reykjavíkur - þarfagreining og tillögur.
Deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar kynnti efni skýrslunnar.
4. Forstöðumaður byggingadeildar lagði fram yfirlit yfir byggingaframkvæmdir skóla sem nú standa yfir eða eru í undirbúningi.
5. Ögmundur Skarphéðinsson og Anna Margrét Hauksdóttir arkitektar kynntu teikningar að viðbyggingu við Hvassaleitisskóla.
Ögmundur Skarphéðinsson og Anna Margrét Hauksdóttir, arkitektar, sátu fundinn undir þessum lið.
6. Sigurður Halldórsson, arkitekt, kynnti teikningar að Borgaskóla.
Sigurður Halldórsson, arkitekt, sat fundinn undir þessum lið.
7. Kynning á helstu byggingaframkvæmdum árið 1999.
Guðmundur Pálmi Kristinsson, byggingadeild borgarverkfræðings, kynnti helstu atriði.
Júlíus Sigurbjörnsson, Sighvatur Arnarsson og Guðmundur Pálmi Kristinsson viku af fundi eftir þennan lið.
8. Lögð fram drög að bréfi til foreldra vegna hækkunar gjaldskrár lengdrar viðveru (skóladagvistar).

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir

Margrét S. Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Eyþór Arnalds