Skóla- og frístundaráð
71. fundur
Fræðsluráð
Ár 1998, mánudaginn 7. desember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 71. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét S. Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Bryndís Þórðardóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi Samfoks, og Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla og Sigurður Þór Jóhannesson, skjalavörður Fræðslumiðstöðvar, sem ritaði fundargerð.
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 4. des. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði. 2. Fræðslustjóri lagði fram drög að áætlun um fundi fræðsluráðs á vorönn 1999. 3. Viðhorf foreldra til aukins samstarfs við skóla. Áslaug Brynjólfsdóttir kynnti meistaraprófsverkefni sitt í uppeldis- og kennslufræði, „Við þekkjum börnin okkar best.“ 4. Forstöðumaður fjármálasviðs lagði fram bréf um umsóknir nokkurra grunnskólakennara um skipun í starf. Formaður lagði til að fræðsluráð óskaði eftir umsögn borgarlögmanns og starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar um bréfið. Samþykkt. 5. Lögð fram drög að viðmiðum um „Góðan skóla.“
Fundi slitið kl. 14.00
Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Bryndís Þórðardóttir