Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

75. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 15. febrúar, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 75. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Þór Sigurðsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes K. Þorsteinsson og Finnbogi Sigurðsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar, Z. Gabriela Sigurðardóttir, deildarstjóri sálfræðideildar, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Lögð fram endanleg útgáfa starfsáætlunar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1999 og yfirlit yfir ábyrgðaraðila vegna einstakra markmiða í áætluninni.

2. Lagt fram til kynningar nýtt skipurit Ráðhúss Reykjavíkur frá 4. janúar 1999.

3. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 12. febrúar sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

4. Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar skóla frá 8. febrúar sl. Áheyrnarfulltrúi foreldra óskaði eftir að yfirlit yfir ástand lóða verði kynnt í fræðsluráði.

5. Lögð fram lýsing á átaki til bættrar umgengni sem efnt var til í sex skólum með skólaliða á haustmisseri 1998. Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar, lýsti átakinu.

Júlíus Sigurbjörnsson vék af fundi eftir þennan lið.

6. Lagðar fram upplýsingar deildarstjóra sálfræðideildar um helstu verkefni sálfræðideildar á árinu. Deildarstjóri sálfræðideildar kynnti starfsemi deildarinnar.

Z. Gabriela Sigurðardóttir vék af fundi eftir þennan lið.

7. Lagðar fram tillögur Fræðslumiðstöðvar að úthlutun styrkja fræðsluráðs. Fræðslustjóri kynnti tillögurnar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8. Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar, dags.11. febrúar sl., ásamt minnisblaði um skipun grunnskólakennara. Fræðslustjóri kynnti minnisblaðið.

Árni Þór Sigurðsson, Gerður G. Óskarsdóttir og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir viku af fundi eftir þennan lið.

9. Lagt fram minnisblað Sigríðar Heiðu Bragadóttur, kennsluráðgjafa, um stóru upplestrarkeppnina sem nú fer fram í fyrsta sinn í Reykjavík. Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, kynnti keppnina.

10. Lagt fram yfirlit deildarstjóra kennsludeildar yfir stöðu skólanámskrárgerðar í grunnskólum Reykjavíkur. Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, kynnti yfirlitið.

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Pétursdóttir