Skóla- og frístundaráð
76. fundur
Fræðsluráð
Ár 1999, mánudaginn 1. mars, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 76. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Bryndís Þórðardóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður rekstrarsviðs, Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.
1. Lögð fram til kynningar samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundasköp borgarstjórnar, nr. 60/1985, með breytingum nr. 28/1988, 607/1994 og 435/1998.
2. Lögð fram til kynningar auglýsing um málþing um samræmd próf í skyldunámi sem fram fer þann 5. mars nk.
3. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 26. febrúar sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.
4. Lögð fram til kynningar fundargerð bygginganefndar skóla frá 15. febrúar sl.
5. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra, dags. í dag, um ráðstefnu fræðslustjóra í Bandaríkjunum sem hún tók þátt í dagana 19. – 22. febrúar sl. Fræðslustjóri greindi frá ferðinni.
6. Lagt fram lauslega flokkað yfirlit yfir mál sem umboðsmaður foreldra og skóla fékk til afgreiðslu á árinu 1998. Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla, fylgdi yfirlitinu úr hlaði.
7. Lögð fram BA-ritgerð Elsu Reimarsdóttur og Hildar Svavarsdóttur, Samræmd próf: Hvaða þættir í umhverfi skipta máli? Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, kynnti helstu niðurstöður ritgerðarinnar.
8. Lögð fram MA-ritgerð Áslaugar Brynjólfsdóttur, „Við þekkjum börnin okkar best” Hafa foreldrar þau áhrif sem þeir vildu á skólastarf og á hvað leggja þeir áherslu í samstarfi við skólann?
Fræðsluráð samþykkir að settur verði á laggirnar starfshópur sem vinni úr vísbendingum sem fram koma í BA-ritgerðinni, Samræmd próf: Hvaða þættir í umhverfi skipta máli? og MA-ritgerðinni „Við þekkjum börnin okkar best”. Starfshópurinn skili fyrir skólaslit í vor tillögum um viðbrögð fyrir næsta skólaár. Jafnframt vinni starfshópurinn að tillögum til úrbóta þegar til framtíðar er litið.
Finnbogi Sigurðsson kom á fund undir þessum lið.
9. Lagt fram yfirlit yfir sérdeildir og sérúrræði í grunnskólum Reykjavíkur. Arthur Morhens, forstöðumaður þjónustusviðs, kynnti yfirlitið og önnur úrræði sem standa grunnskólanemendum í Reykjavík til boða.
10. Lögð fram til kynningar skýrsla Gríms Bjarndals Jónassonar, Guðbjargar Halldórsdóttur, Péturs Orra Þórðarsonar og Þórunnar Kristinsdóttur, Hvernig er líðan skólastjóra í Reykjavík?, lokaverkefni í námskeiði um mat á skólastarfi.
Margrét Björnsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir viku af fundi eftir þennan lið.
11. Lagðar fram að nýju tillögur Fræðslumiðstöðvar að úthlutun styrkja fræðsluráðs. Frestað.
12. Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir frá Félagi tónlistarskólakennara: 1. Hvað líður vinnu verkefnisstjórnar fræðsluráðs vegna málefna tónlistarskóla og skólalúðrasveita í Reykjavík? 2. Hverjir eru faglegir samstarfsaðilar verkefnisstjórnar?
13. Lögð fram ályktun frá stjórn Foreldrafélags Langholtsskóla varðandi húsnæðisþörf skólans.
Fundi slitið kl. 14.15
Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Pétursdóttir
Bryndís Þórðardóttir