Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

78. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 15. mars, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 78. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Margrét Theódórsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Lögð fram til kynningar skýrslan Skólahúsgögn til framtíðar, sem unnin var á vegum starfshóps Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.

2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 12. mars sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

3. Lagt fram til kynningar bréf Kristínar S. Markúsdóttur, dags. 5 mars sl., um skólaúrræði fyrir geðfötluð börn.

4. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir umsóknir um stöðu skólastjóra við Borgaskóla, til afleysinga í eitt ár. Eftirtaldir hafa sótt um stöðuna: Bryndís Íris Stefánsdóttir Guðlaug Sturlaugsdóttir Sveinbjörn Markús Njálsson

5. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra við Ártúnsskóla. Eftirtaldir hafa sótt um stöðuna: Bryndís Íris Stefánsdóttir Guðrún Sch. Thorsteinsson Rannveig Andrésdóttir

6. Lögð fram að nýju ályktun stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla varðandi húsnæðisþörf skólans. Einnig lagt fram svarbréf formanns fræðsluráðs, dags. í dag.

7. Lagðar fram að nýju tillögur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um afgreiðslu styrkja fræðsluráðs. Eftirfarandi styrkumsóknir, samtals að fjárhæð kr. 11.150.000, samþykktar með þremur atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista. Fulltrúar Sjálfstæðismanna sátu hjá: Leikfélag Reykjavíkur kr. 3.000.000 Samfok " 2.000.000 Umsjónarfélag einhverfra " 200.000 Íþróttafélag fatlaðra kr. 500.000 Breiðholtsskóli " 150.000 Seljaskóli " 150.000 Vogaskóli " 150.000 Háteigsskóli " 150.000 Skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjar " 50.000 Myndlistarskólinn í Reykjavík " 4.800.000 Vísað til afgreiðslu borgarráðs.

Óskar Ísfeld Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu styrkja.

8. Lagt fram erindi Skólastjórafélags Reykjavíkur, dags 20. febrúar sl., varðandi ósk Skólastjórafélagsins um fjölgun áheyrnarfulltrúa skólastjóra í fræðsluráði.

9. Lagt fram erindi Skólastjórafélags Reykjavíkur, dags 17. febrúar sl., varðandi hádegisstund í grunnskólum Reykjavíkur. Einnig lagt fram minnisblað fræðslustjóra, dags 14. mars sl., um hádegisstund í grunnskólum – yfirlit yfir umræðu.

10. Lagt fram svar skólastjóra Ölduselsskóla, dags. 10. mars sl., við bréfi fræðslustjóra, dags. 9. mars sl., varðandi stækkun lóðar við leikskólann Seljakot. Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi Dagvistar barna, sem lagt var fram á síðasta fundi, varðandi stækkun lóðar leikskólans Seljakots.

11. Lögð fram drög að stefnumörkun um rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita í Reykjavík, dags. í dag, sem unnin voru af verkefnisstjórn um rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita.

12. Lagt fram svar fræðslustjóra, dags. 13. mars sl., við fyrirspurnum Félags tónlistarskólakennara frá síðasta fundi.

13. Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa foreldra í fræðsluráði. 1. Varðandi samræmdu prófin. Óskað er eftir yfirliti yfir fjölda nemenda sem fá að sleppa við að taka samræmd próf, greint eftir skólum sl. fimm ár. Einnig - við hvað er miðað þegar tekin er ákvörðun um að nemandi fái að sleppa við samræmd próf? Hver tekur ákvörðun um að nemandi fái að sleppa við samræmd próf? Þarf að sækja um slíkt og ef svo er, þá hver sækir um og hvert er sótt um? 2. Varðar forföll og veikindi kennara. Eru í gildi einhverjar reglur um framkvæmd forfallakennslu? Er til stefna Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um forfallakennslu? Eiga forfallakennarar að fylgja kennsluáætlun? 3. Töpuðust einhverjar kennslustundir við skólabyrjun sl. haust? Ef svo er, þá er óskað eftir yfirliti yfir fjölda kennslustunda sem töpuðust við skólabyrjun sl. haust, greint eftir skólum vegna þess að skólar voru ekki tilbúnir og hefur nemendum verið bættur þessi missir. 4. Hvernig hefur skólastjórnendum í Reykjavík gengið að uppfylla ákvæði um 170 kennsludaga það sem af er þessa skólaárs? Óskað er eftir yfirliti yfir framkvæmd foreldraviðtala og hvort kennsludagar hafi tapast vegna þeirra. Óskað er eftir yfirliti, greint eftir skólum. 5. Ítrekuð er fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúum foreldra og kennara sl. vor um hvernig aðhaldsaðgerðir gengu í skólunum á árinu 1997 og í hverju þær hefðu verið fólgnar. 6. Ítrekuð er fyrirspurn frá síðasta áheyrnarfulltrúa foreldra, Guðbjörgu Björnsdóttur, um niðurfellingu kennslu vegna prófdaga.

Fundi slitið kl. 14.25

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Margrét Theódórsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson