Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

79. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 22. mars, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 79. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Pétur Orri Þórðarson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Hannes K. Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Sighvatur Arnarsson, deildarstjóri á byggingadeild, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Formaður setti fund og bauð Pétur Orra Þórðarson sérstaklega velkominn en hann situr nú fund í fyrsta sinn sem fulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur.

2. Lögð fram að nýju endurskoðuð fimm ára áætlun um einsetningu grunnskóla Reykjavíkur. Sighvatur Arnarsson, deildarstjóri á byggingadeild, kynnti áætlunina.

Áheyrnarfulltrúi foreldra í fræðsluráði Reykjavíkur, formaður SAMFOKs, leggur fram eftirfarandi tillögu: SAMFOK leggur til að haldnir verði upplýsingafundir á vegum fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir foreldra og starfsfólk í grunnskólum Reykjavíkur um stöðu einsetningar skólanna, bygginga- og lóðaframkvæmdir og þá sér í lagi ef breytingar hafa orðið á þeim áætlunum sem birtar voru í skýrslu byggingadeildar borgarverkfræðings Fimm ára áætlun um einsetningu grunnskóla Reykjavíkur frá maí 1997. Upplýsingafundir þar sem fram kemur staða ofangreindra málaflokka í öllum grunnskólum, skv. endurskoðun í mars 1999, verði haldnir í öllum hverfum borgarinnar fyrir lok þessa skólaárs. Fræðslumiðstöð verði þegar í stað falið að skipuleggja þessa fundaherferð. Fræðsluráð samþykkir að slíkir fundir verði haldnir eins fljótt og auðið er.

Fulltrúar minnihluta óskuðu eftir að eftirfarandi væri bókað: Sjálfstæðismenn í fræðsluráði minna á ályktun íbúa í Víkur- og Staðahverfum varðandi fyrirhugað skólahald að Korpúlfsstöðum. Ljóst er að forráðamenn barna í þessum hverfum eru mjög ósáttir við þau áform,- eins og sjálfstæðismenn sáu fyrir þegar þeir lýstu andstöðu við skólahald að Korpúlfsstöðum strax og þau áform voru kynnt síðastliðið haust.

Fulltrúar meirihluta óskuðu eftir að eftirfarandi væri bókað: Margar ástæður liggja að baki því að skólastarf fyrir Víkur- og Staðahverfi hefst að Korpúlfsstöðum haustið 1999. - Korpúlfsstaðir eru afar skemmtilegur rammi utan um sveigjanlegt nútímalegt skólastarf. - Hæg uppbygging í Víkurhverfi en hröð í Staðahverfi. Um 40 börn eru skráð úr hvoru hverfi í 1. til 6. bekk. Það er því tæpast unnt að hefja skólastarf í Víkurhverfi fyrir einungis 40 börn. - Miklu meira öryggi fyrir börnin meðan á byggingaframkvæmdum stendur við Víkurskóla. - Endurbætur á Korpúlfsstöðum eru hagkvæmari en kaup á færanlegum stofum.

Fundi slitið kl. 14.25

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Guðrún Pétursdóttir Eyþór Arnalds