Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

80. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 29. mars, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 80. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Eyþór Arnalds og Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 25. mars sl., varðandi embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

2. Lagður fram til kynningar bæklingur um Norræna stórborgaráðtefnu De unges kultur og værdier sem haldin verður í Reykjavík 19. – 22. sept. nk. 3. Lagt fram erindi SAMFOKs um samþykki fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir vistun heimasíðu SAMFOKs á tölvum borgarinnar. Samþykkt.

4. Lögð fram frumdrög að nemendaskráningu fyrir skólaárið 1999-2000 ásamt minnisblaði frá forstöðumanni þróunarsviðs.

5. Lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar í stöðu skólastjóra Borgaskóla til afleysinga í eitt ár. Einnig lagt fram álit Hilmars Hilmarssonar, skólastjóra Borgaskóla, vegna ráðningarinnar. Samþykkt samhljóða að ráða Guðlaugu Sturlaugsdóttur skólastjóra Borgaskóla til afleysinga í eitt ár.

Hilmar Hilmarsson sat fund undir þessum lið.

6. Lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar í stöðu aðstoðarskólastjóra Ártúnsskóla. Einnig lagt fram álit Ellerts Borgars Þorvaldssonar, skólastjóra Ártúnsskóla, vegna ráðningarinnar. Samþykkt samhljóða að ráða Rannveigu Andrésdóttur aðstoðarskólastjóra Ártúnsskóla.

Ellert Borgar Þorvaldsson sat fund undir þessum lið.

7. Rædd drög að skýrslu verkefnisstjórnar um rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita.

Ragnar Þorsteinsson, skólastjóri Breiðholtsskóla og fulltrúi í verkefnisstjórn, sat fund undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Eyþór Arnalds Guðlaugur Þór Þórðarson