Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

81. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 12. apríl kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 81. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður fjármálasviðs og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 9. apríl sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars sl., varðandi reynsluhverfið í Grafarvogi.

3. Formaður bar fram eftirfarandi tillögu: Fræðsluráð samþykkir að fela byggingadeild borgarverkfræðings að kanna hvort unnt sé að fá leigðar færanlegar kennslustofur fyrir næsta haust. Samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram yfirlit yfir markmið í starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur fyrir árið 1999 og stöðu þeirra eftir fyrsta ársfjórðung. Fræðslustjóri fylgdi yfirlitinu úr hlaði.

5. Skýrsla verkefnisstjórnar um rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita.

Liður 1, Skólahljómsveitir, tillögur a) til g) (sbr. útdrátt fremst í skýrslunni). Samþykktar samhljóða.

Liður 2, Tónlistarskólar, tillögur a) til g). Samþykktar samhljóða, nema að fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu tillögu b).

Eyþór Arnalds vék af fundi kl. 13.30.

Liður 3, Forskóli tónlistarskóla, tillögur a) til f). Samþykktar samhljóða. Áheyrnarfulltrúi SAMFOKs óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað. Áheyrnarfulltrúi foreldra ítrekar andstöðu foreldra við því að þeir verði látnir greiða fyrir nám eða tómstundastarf nemenda inni á skipulagðri stundaskrá. Í þessu sambandi er vísað til bókunar Kristínar Jónasdóttur, fulltrúa SAMFOKs í nefnd um lengdan skóladag og ályktun frá ársþingi SAMFOKs 1998 um þetta mál.

6. Kynnt álit dómnefndar vegna barnabókaverðlauna fræðsluráðs árið 1999. Verðlaunin verða afhent síðasta vetrardag, þann 21. apríl nk.

7. Lagt fram álit nefndar sem menntamálaráðherra skipaði í október 1998, Mat á kennaraþörf í grunnskólum fram til ársins 2010.

8. Lagt fram bréf deildarstjóra kennsludeildar, dags 8. apríl sl., vegna kynningarfundar um nýja aðalnámskrá grunnskóla.

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Guðrún Pétursdóttir