Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

87. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 14. júní, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 87. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Hannes Þorsteinsson, og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Elín G. Ólafsdóttir, ráðgjafi og Sigurður Þór Jóhannesson, skjalavörður Fræðslumiðstöðvar, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 10. júní sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

2. Lögð fram tillaga borgarlögmanns að úrskurði í kærumáli Bryndísar Kristjánsdóttur og Valdimars Leifssonar vegna tímabundins brottreksturs sonar þeirra úr skóla. Borgarlögmaður kynnti tillöguna. Samþykkt.

Fulltrúi SAMFOKs óskaði bókað: Harmað er að umboðsmaður foreldra og skóla skuli ekki hafa verið á neinum þeirra funda fræðsluráðs Reykjavíkur þar sem til umræðu voru agabrot nokkurra nemenda í Hagaskóla.

Guðbjörg Þórisdóttir tók sæti á fundinum kl. 12.40.

Hjörleifur B. Kvaran, borgarlögmaður og Eiríkur Svavarsson, fulltrúi hjá borgarlögmanni, sátu fund undir þessum lið.

3. Lagt fram minnisblað frá Fræðslumiðstöð sem svar við fyrirspurn frá síðasta fundi fræðsluráðs um hádegisstund/næðisstund næsta skólaár. Elín G. Ólafsdóttir, ráðgjafi, kynnti minnisblaðið.

Elín G. Ólafsdóttir vék af fundi kl. 13.15.

4. Lögð fram tillaga úthlutunarnefndar Þróunarsjóðs grunnskóla Reykjavíkur að úthlutun styrkja fyrir árið 1999. Frestað.

Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri Fræðslumiðstöðvar, kom á fundinn kl. 13.20.

5. Lagt fram yfirlit um skólastjóra og aðstoðarskólastjóra sem óskað hafa eftir fastráðningu. Samþykkt.

Einnig lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannastjóra Fræðslumiðstöðvar um stöðu kennararáðninga.

6. Kynntar umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra Korpuskóla ásamt áliti fræðslustjóra. Samþykkt að ráða Auði Stefánsdóttur.

7. Kynntar umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra Ártúnsskóla til afleysinga í eitt ár ásamt áliti fræðslustjóra. Samþykkt að ráða Þuríði Sigurjónsdóttur.

8. Lagt til að vinnufundur fræðsluráðs verði haldinn 21. júní nk. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 14.15

Sigrún Magnúsdóttir

Guðrún Erla Geirsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Sigrún Elsa Smáradóttir