Skóla- og frístundaráð
88. fundur
Fræðsluráð
Ár 1999, mánudaginn 21. júní, kl. 13.30, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 88. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Sigrún Elsa Smáradóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Guðrún Pétursdóttir og Bryndís Þórðardóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.
Fundurinn var haldinn í framhaldi af vinnufundi aðal- og varamanna í fræðsluráði vegna starfsáætlunar ársins 2000. Vinnufundurinn stóð frá kl. 8.15 til 13.30.
1. Lagt fram að nýju minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs um úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur . Eftirfarandi styrkir voru samþykktir: Skóli Verkefni Upphæð styrkjar Álftamýrarskóli Kennarinn og bekkurinn hans 200.000 Árbæjarskóli Þróunarskóli í upplýsingatækni 1.000.000 Ártúnsskóli Sjálfsmat 600.000 Borgarholtsskóli Málmiðnaðarnámskeið 300.000 Foldaskóli Móðurskóli í nýsköpun 900.000 Grandaskóli Móðurskóli í tölvukennslu 900.000 Hagaskóli Móðurskóli í náttúrufræði 800.000 Hólabrekkuskóli Móðurskóli í náttúrufræði 800.000 Melaskóli Móðurskóli í náttúrufræði 800.000 Selásskóli Móðurskóli í náttúrufræði 800.000 Selásskóli Móðurskóli í skólasafnakennslu 900.000
2. Lagt fram yfirlit forstöðumanns fjármálasviðs um stöðu fjármála fræðslumála á yfirstandandi ári.
3. Lagt fram minnisblað Guðrúnar Þórsdóttur, kennsluráðgjafa, varðandi verkefnið Grunnskólanemendur kenna öldruðum á tölvur sem er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar, Námsflokka Reykjavíkur og 6 grunnskóla.
4. Rætt um þann vanda sem við blasir í grunnskólum Reykjavíkur vegna uppsagna kennara og spurst fyrir um hvað líði vinnu skólastjóra við dreifingu þess viðbótarfjármagns sem úthlutað hefur verið til skólanna.
Fundi slitið kl. 14.10
Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Pétursdóttir
Reynir Þór Sigurðsson Bryndís Þórðardóttir