Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

92. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 6. september, kl. 12.30, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 92. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Bryndís Þórðardóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Erna Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Hannes Kr. Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Bergþóra Gísladóttir, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

Fundurinn var haldinn í framhaldi af vinnufundi fræðsluráðs um strafsáætlun fyrir árið 2000.

1. Lagt fram bréf formanns Skólastjórafélags Reykjavíkur, dags. 17. ágúst sl., um nýjan áheyrnarfulltrúa félagsins á fundum fræðsluráðs sem verður Erna Sveinbjarnardóttir skólastjóri Langholtsskóla. Varmaður hennar verður Pétur Orri Þórðarson skólastjóri Hvassaleitisskóla Formaður bauð Ernu Sveinbjarnardóttur velkomna á fyrsta fund sinn.

2. Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslu erinda sem borist hafa fræðsluráði, dags. 3. september sl.

3. Yfirlit í skólabyrjun: Lagt fram minnisblað forstöðumanns fjármálasviðs, dags. 5. september sl., um greiningu á fjárhagsstöðu fræðslumála fyrstu átta mánuði ársins. Forstöðumaður fjármálasviðs gerði grein fyrir stöðunni.

Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs, dags. 5. september sl., um nemendafjölgun í grunnskólum Reykjavíkur, ásamt yfirliti yfir fjölda nemenda. Forstöðumaður þróunarsviðs gerði grein fyrir nemendafjölguninni.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra rekstrardeildar, dags 2. september sl., um dreifingu lausra kennslustofa nú í haust.

Lagt fram minnisblað starfsmannastjóra, dags. í dag, um stöðu ráðninga í störf við grunnskóla Reykjavíkur. Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu ráðningarmála.

Lagt fram minnisblað, dags. 31. ágúst sl., um ráðstöfun á auknu stjórnunarmagni í 7 grunnskólum.

4. Rætt um skólaskipan í Grafarholti Lagt fram erindi fræðslustjóra, sem haldið var á málþingi 30. apríl sl., Rök með og á móti heildstæðum eða skiptum skyldunámsskóla. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

5. Lögð fram eftirfarandi tillaga Sigrúnar Elsu Smáradóttur og Guðrúnar Pétursdóttur, sem sitja í úthlutunarnefnd barnabókaverðlauna fræðsluráðs: a) Fræðsluráð samþykkir að barnabókaverðlau fræðsluráðs verði, sem fyrr, veitt síðasta vetrardag en að útnefning allt að fimm frumsaminna og fimm þýddra barnabóka verði kynnt í desember. Með þessu vll fræðsluráð auka vægi verðlaunanna, auk þess sem möguleiki gefst á að hampa fleiri bókum en einni úr hvorum flokki. b) Fræðsluráð samþykkir jafnframt að sérstök verðlaun verði veitt fyrir myndskreytingar barnabóka og sérstakt framlag í þágu barnabóka, í tilefni af menningarborgarárinu 2000. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustusviðs, dags. 1. september sl., um tvíburaskóla, þróunarverkefni Vesturhlíðar- og Hlíðaskóla, sem felst í blöndun heyrnarskertra og heyrandi nemenda. Forstöðumaður þjónustusviðs gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

7. Rætt um vinnu við skilgreiningu á hlutverki og þjónustustigi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Fræðslustjóri gerði grein fyrir hugmyndum um að ráða ráðgjafa til að vinna að skilgreiningu á hlutverki og þjónustustigi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Guðrún Pétursdóttir Bryndís Þórðardóttir