Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

94. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 11. október, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 94. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Erna Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram til kynningar bréf fræðslustjóra, dags. 8. október sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

2. Lagt fram minnisblað kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu, dags. í dag, um málefni nýbúa. Guðrún Karlsdóttir og Ingibjörg Hafstað, kennsluráðgjafar í nýbúafræðslu, fylgdu minnisblaðinu úr hlaði, kynntu stöðuna haustið 1999 og svöruðu spurningum fræðsluráðs. Guðrún og Ingibjörg sátu fund undir þessum dagskrárlið.

3. Lagt fram yfirlit yfir stöðu starfsáætlunar Fræðslumiðstöðvar árið 1999. Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, kynnti stöðu fjárhagsáætlunar ársins 1999 eftir þrjá ársfjórðunga.

4. Lögð fram drög að spurningalista til foreldra um þjónustu skóla við nemendur og foreldra. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, kynnti fyrirhugaða könnun. Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla, sat fund undir þessum dagskrárlið.

5. Áheyrnarfulltrúi foreldra óskaði eftir upplýsingum um stöðu máls sem borist hefur Fræðslumiðstöð og varðar rétt nemanda með sérþarfir til dvalar í skóladagvist.

Fundi slitið kl. 14.15

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Guðrún Pétursdóttir