Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

95. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 18. október, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 94. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Pétur Orri Þórðarson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð. Guðmundur Ingi Leifsson, skólastjóri Dalbrautarskóla, sat einnig fundinn.

1. Formaður greindi frá formlegum opnunum viðbygginga við Vesturbæjarskóla föstudaginn 17. september sl. og Melaskóla föstudaginn 15. október sl.

2. Lagt fram til kynningar bréf fræðslustjóra, dags. 15. október sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

3. Lagt fram svar forstöðumanns þjónustusviðs við spurningu áheyrnarfulltrúa foreldra frá 11. okt sl., um rétt nemenda með sérþarfir til dvalar í skóladagvist.

4. Lögð fram skýrsla Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, Dalbrautarskóli 1999. Mat á skólastarfi og starfsskilyrðum. Forstöðumaður þjónustusviðs fylgdi skýrslunni úr hlaði.

5. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustusviðs um sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur ásamt minnisblaði sama um 20. Norrænu sérkennsluráðstefnuna sem haldin var í Stavanger, 5. til 7. ágúst sl. Forstöðumaður þjónustusviðs gerði grein fyrir minnisblöðunum.

Guðmundur Ingi Leifsson vék af fundi á eftir þessum lið.

6. Lögð fram drög að Starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík árið 2000. Einnig lögð fram drög að stefnumörkun um skóladagvist í einsetnum almennum grunnskóla. Fræðslustjóri og forstöðumaður fjármálasviðs fylgdu starfsáætluninni úr hlaði. Fulltrúi foreldra bar fram eftirfarandi tillögu: Móðurskólar í foreldrasamstarfi. Fræðsluráð ákveður að hafið verði tilraunaverkefni um tvo móðurskóla í foreldrasamstarfi. Verkefnið felst í að teimur heildstæðum grunnskólum borgarinnar verði boðið að gerast móðurskólar í foreldrasamstarfi. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni sem hafi það markmið að efla og þróa samstarf skóla og foreldra í borginni. Verkefnið verði unnið í samstarfi skólastjórnenda, kennara og annars starfsfólks og foreldra (foreldrafélags og foreldraráðs) viðkomandi skóla með umsjón og aðstoð umboðsmanns foreldra og skóla og SAMFOKs. Þetta verði meðal annars haft til hliðsjónar við val verkefna sem styrkt verða úr þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur árið 2000. Tillögunni vísað til afgreiðslu starfsáætlunar. Einnig drögum að stefnumörkun um skóladagvist. Afgreiðslu starfsáætlunar frestað til næsta fundar.

Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla, sat fund undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14.15

Sigrún Magnúsdóttir
Margrét Björnsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Guðrún Pétursdóttir Eyþór Arnalds